Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 19:45 Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði. Kjaramál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði.
Kjaramál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira