Landsmenn sækja helst fréttir á vefsíðum fréttamiðla Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2018 23:07 Ungt fólk er líklegra en eldra til að sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Vísir/Getty Helmingur Íslendinga sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Átján prósent segjast helst sækja fréttir í sjónvarp og níu prósent í útvarp. Einungis fjögur prósent segjast helst sækja fréttir í dagblöð, en níu prósent sækja helst fréttir af samfélagsmiðlum. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var í síðasta mánuði. Í frétt á vef MMR segir að hærra hlutfall karla (58 prósent) en kvenna (50 prósent) segjast helst sækja fréttir af vefsíðum, fréttamiðlum eða öðrum síðum.Ungt fólk líklegra Ungt fólk er líklegra en eldra til að sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. „Hlutfalli þeirra sem sækja helst fréttir á vefsíður fréttamiðla fór lækkandi í takt við hækkandi aldur en einungis 15% þeirra 68 ára og eldri kváðust helst sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Svarendur elsta aldurshópsins kváðust aftur á móti helst sækja sér fréttir í sjónvarp (43%), útvarp (26%) eða dagblöð (12%). Þá er ljóst að sjónvarpsmiðlar, útvarp og dagblöð eiga á brattan að sækja hjá ungu fólki en einungis 2% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust helst sækja sér fréttir í sjónvarp, 1% í útvarp og 1% í dagblöð en 6% kváðust ekki fylgjast með fréttum,“ segir í fréttinni.Mynd/MMRÞegar litið var til stjórnmálaskoðana mátti sjá að 66 prósent af stuðningsfólki Pírata og 59 prósent af stuðningsfólki Viðreisnar sögðust helst sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. „Aðeins 35% af stuðningsfólki Flokks fólksins kvaðst helst sækja sér fréttir af vefsíðum fréttamiðla en 20% þeirra kváðust hins vegar helst sækja fréttir í útvarp og 11% í dagblöð. Af stuðningsfólki Vinstri grænna kváðust 28% helst sækja fréttir í sjónvarp, samanborið við aðeins 9% stuðningsfólks Pírata. Þá var stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins (13%) líklegast til að sækja helst fréttir á samfélagsmiðla en stuðningsfólk Pírata (4%) og Samfylkingarinnar (3%) var líklegast til að segjast ekki fylgjast með fréttum.“ Nánar má lesa um könnunina á síðu MMR. Fjölmiðlar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Helmingur Íslendinga sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Átján prósent segjast helst sækja fréttir í sjónvarp og níu prósent í útvarp. Einungis fjögur prósent segjast helst sækja fréttir í dagblöð, en níu prósent sækja helst fréttir af samfélagsmiðlum. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var í síðasta mánuði. Í frétt á vef MMR segir að hærra hlutfall karla (58 prósent) en kvenna (50 prósent) segjast helst sækja fréttir af vefsíðum, fréttamiðlum eða öðrum síðum.Ungt fólk líklegra Ungt fólk er líklegra en eldra til að sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. „Hlutfalli þeirra sem sækja helst fréttir á vefsíður fréttamiðla fór lækkandi í takt við hækkandi aldur en einungis 15% þeirra 68 ára og eldri kváðust helst sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Svarendur elsta aldurshópsins kváðust aftur á móti helst sækja sér fréttir í sjónvarp (43%), útvarp (26%) eða dagblöð (12%). Þá er ljóst að sjónvarpsmiðlar, útvarp og dagblöð eiga á brattan að sækja hjá ungu fólki en einungis 2% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust helst sækja sér fréttir í sjónvarp, 1% í útvarp og 1% í dagblöð en 6% kváðust ekki fylgjast með fréttum,“ segir í fréttinni.Mynd/MMRÞegar litið var til stjórnmálaskoðana mátti sjá að 66 prósent af stuðningsfólki Pírata og 59 prósent af stuðningsfólki Viðreisnar sögðust helst sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. „Aðeins 35% af stuðningsfólki Flokks fólksins kvaðst helst sækja sér fréttir af vefsíðum fréttamiðla en 20% þeirra kváðust hins vegar helst sækja fréttir í útvarp og 11% í dagblöð. Af stuðningsfólki Vinstri grænna kváðust 28% helst sækja fréttir í sjónvarp, samanborið við aðeins 9% stuðningsfólks Pírata. Þá var stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins (13%) líklegast til að sækja helst fréttir á samfélagsmiðla en stuðningsfólk Pírata (4%) og Samfylkingarinnar (3%) var líklegast til að segjast ekki fylgjast með fréttum.“ Nánar má lesa um könnunina á síðu MMR.
Fjölmiðlar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira