Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 16:28 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00