Lagði til byggingu veggjar yfir Sahara Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2018 10:50 Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira