Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2018 06:30 Ingibjörg Pálmadóttir á 90 prósenta hlut í Fréttablaðinu og 11 prósenta hlut í Sýn. Vísir/Vilhelm 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra. Fjölmiðlar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið (SKE) setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. Fjarskipti, nú Sýn, keypti allar eignir og rekstur 365 miðla í fyrra að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tískutímaritsins Glamour. Meðal eigna eru Bylgjan, Stöð 2 og Vísir auk fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðva auk fjarskiptaþjónustu.Fréttablaðið flytur á næstu vikum skrifstofur sínar í þetta hús við Hafnartorg. Þar verður einnig H&M home verslun.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVið kaupin eignaðist Ingibjörg 11 prósenta hlut í Sýn. Samkeppniseftirlitið setti þau skilyrði að innan tiltekins tíma myndi Ingibjörg þurfa að selja hlut sinn í Torgi (90%) eða SÝN (11%). Kjarninn greindi frá því í fyrra að tímaramminn væri 30 mánuðir, frá og með 1. október 2018, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Í tilkynningu, sem Fréttablaðið vísar til í morgun, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort selja eigi hlut 365 í Torgi eða í Sýn. Hins vegar liggi fyrir að lengri tíma taki að selja óskráða eign en skráða. Því séu þessi skref tekin nú. Engar breytingar verða á daglegum rekstri Torgs eða Fréttablaðsins með þessu. Flutningur skrifstofu Fréttablaðsins í miðborg Reykjavíkur er á næsta leiti en til stendur að flytja þær á Hafnartorg. Óvíst er um stöðu Glamour en ekki hefur verið ráðinn ritstjóri fyrir Álfrúnu Pálsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum eftir fjögur ár í ritstjórastólnu, frá því blaðið kom fyrst út hér á landi.Vísir er í eigu Sýnar.Athugasemd frá FréttablaðinuÓlöf Skaftadóttir, einn ritstjóra Fréttablaðsins, vill árétta vegna fréttar Vísis að ekkert sé óljóst um stöðu Glamour. Þar starfi heil ritstjórn. Glamour verði ekki gefið út í október en það stafi af því að blaðið komi ekki út mánaðarlega. Ekki fengust upplýsingar um hver tæki við starfi ritstjóra.
Fjölmiðlar Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira