Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. september 2018 08:00 Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims og forstjóri HB Granda. Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56
FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07