Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 23:15 James Comey var forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI þangað til Donald Trump Bandaríkjaforseti rak hann í maí árið 2017. Getty/Andrew Harrer James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, segir rannsókn stofnunarinnar á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til Hæstaréttar, „heimskulega“. Comey gagnrýnir rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. „Það er heimskulegt að setja alríkislögreglunni tímatakmarkanir. En það er betra að gefa fagmönnum sjö daga til að hafa uppi á staðreyndum en að engin rannsókn fari fram,“ skrifar Comey. Tilnefning Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag. Einnig var ákveðið að alríkislögreglan myndi rannsaka ásakanirnar á hendur Kavanaugh. Rannsóknin má þó aðeins taka viku og verður „takmörkuð að umfangi“, að beiðni Bandaríkjaforseta.Christine Blasey Ford og Brett Kavanaugh báru bæði vitni frammi fyrir dómsmálanefndinni á föstudag.Getty/Matt McClain/PooComey segir í pistli sínum að greinilegt sé að hvorki Repúblikanar né Demókratar vilji komast að hinu sanna í málinu. „Ef sannleikur væri eina markmiðið, þá væri engin klukka og dómsmálanefndin hefði ekki beðið um rannsóknina eftir að hún samþykkti dómaraefnið. Þess í stað virðist sem markmið Repúblikana sé að geta sagt að rannsókn hafi verið gerð og hún hafi ekki fengið þá til að skipta um skoðun, á meðan Demókratar vonast eftir sönnunargögnum sem sýna fram á refsiverða hegðun frambjóðandans.“ Þá segir hann að þrátt fyrir að ferlið allt sé „verulega gallað“ sé alríkislögreglan til í slaginn. Þrjár konur hafa sakað Brett Kavanaugh um kynferðisofbeldi. Greint var frá því í gær að rannsókn alríkislögreglunnar á ásökununum væri hafin en aðeins verður rætt við tvær kvennanna, Christine Blasey Ford og Deboruh Ramirez. James Comey gegndi stöðu forstjóra alríkislögreglunnar þangað til Trump rak hann í maí í fyrra. Þeir hafa síðan eldað grátt silfur saman, ekki síst eftir útgáfu bókar þess fyrrnefnda í apríl síðastliðnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30