Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2018 20:00 Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39