Jón Þór verður næsti landsliðsþjálfari kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2018 16:07 Jón Þór tekur við kvennalandsliðinu en framundan er undankeppni EM 2020. vísir Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar. Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu. Þetta herma heimildir fréttastofu en fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón Þór ætti í viðræðum við Knattspyrnusamband Íslands um að taka við stöðu landsliðsþjálfara. Þar kom fram að Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsmaður, yrði aðstoðarmaður Jóns Þórs. Jón Þór var aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar í sumar. Stjarnan tilkynnti á Twitter í dag að Jón Þór væri hættur. „Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok og hefur hann þegar látið af störfum. Jón sem var einn af aðstoðarþjálfurum mfl. karla kom til okkar frá ÍA í janúar síðastliðnum en hann var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur hann sett skemmtilegan svip á liðið og starfið hjá Stjörnunni á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til félagsins,“ segir í tilkynningunni og minnt á að hann kveður liðið sem bikarmeistari.Stjarnan og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Jón var einkar snöggur að vinna sér hug og hjörtu Stjörnumanna og hefur sett skemmtilegan svip á liðið á skömmum tíma. Stjarnan þakkar Jóni fyrir sitt framlag til liðsins. Jón kveður félagið sem bikarmeistari pic.twitter.com/nDBl685FLv — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 9, 2018 Jón Þór og Stjarnan virðast skilja í góðu en Garðabæjarfélagið er þó allt annað en sátt við framgöngu Knattspyrnusambandsins í málinu. Magnús Viðar Heimisson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, segir vinnubrögð sambandsins fyrir neðan allar hellur. Jón Þór hafi komið til Stjörnunar eftir að KSÍ nálgaðist hann og beðið um leyfi til að ræða við KSÍ. „Það er erfitt að keppa við KSÍ,“ segir Magnús Viðar og vísar til þess að þegar félög vilji nálgast leikmenn eigi þau að ræða sín á milli áður en félögin séu nálgust. Það sé skýrt af hálfu KSÍ sem nálgist svo þjálfara íslensku félaganna án leyfis frá félögunum. „Þetta er fyrir neðan allar hellur,“ segir Magnús Viðar. Félagið fordæmi svona vinnubrögð. Stjarnan missti Davíð Snorra Jónsson í fyrra en hann tók við þjálfun 17 ára landsliðs karla. Nú er Jón Þór horfinn á braut. Jón Þór er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1978 og fagnaði því fertugsafmæli fyrr á árinu. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun yngri flokka á Akranesi og stýrði Skagamönnum í sex leikjum í Pepsi-deild karla sumarið 2017 eftir að aðalþjálfarinn Gunnlaugur Jónsson var rekinn. Jón Þór hafði áður verið aðstoðarmaður hans. Jón Þór tekur við starfinu af Frey Alexanderssyni sem hefur verið þjálfari landsliðsins í síðustu tveimur undankeppnum. Liðið komst á EM í Hollandi sumarið 2017 en tókst ekki að komast á HM í Frakklandi í sumar þrátt fyrir að hafa verið í lykilstöðu í undankeppninni þegar tveimur leikjum var ólokið. Tap gegn Þýskalandi og jafntefli gegn Tékklandi gerðu HM-drauminn að engu. Reikna má með tilkynningu frá KSÍ vegna ráðningarinnar innan tíðar.
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann