Gafst upp með báðum höndum Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2018 10:30 Atli Heiðar hefur verið edrú í 16 mánuði og í fyrsta sinn í 30 ár. „Ég er fæddur og uppalinn í litlu samfélagi úti á landi, á Egilsstöðum. Mér gekk vel í skóla og var í íþróttum. Ég byrjaði að drekka fjórtán ára gamall og byrjaði strax að drekka mjög illa. Fimmtán ára byrjaði ég að reykja kannabisefni og er bara orðinn dagreykingamaður 15 ára gamall,“ segir Atli Heiðar Gunnlaugsson í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann er í dag 44 ára og er í dag edrú í fyrsta sinn í 30 ára en Atli hefur í dag verið edrú í 16 mánuði. Hvatinn til að halda sér þurrum er litla dóttirin Kristbjörg en að öðru leyti er hann einn í heiminum. Pabbi hans er löngu búinn að loka á hann, mamma hans dáin, hann á engin systkini og vinirnir ýmist dánir eða enn í neyslu. Hann þakkar Samhjálp og Hlaðgerðarkoti lífgjöfina. „Ég byrja svo að sprauta mig 1996, sjö árum eftir að ég byrjaði að reykja og þetta hefur bara verið einn stór harmleikur síðan,“ segir Atli en hann prófaði allt. Kókaín, amfetamín, allt læknadóp sem hann komst í og bjó í athvörfum, úti og götu og á milli þess fór hann í endalausar meðferðir. „Það var mikið um sjúkrahúsvistir, var í fangelsum hérna heima og erlendis.“Atli er í engu sambandi við föður sinn.Hann var meðal annars tekinn fyrir kókaínsmygl í Frakklandi og fékk árs dóm. „Hér á Íslandi sat ég inni fyrir vopnuð rán. Ég rændi Lyfju í Lágmúla tvisvar. Ég var ógnandi með öxi og var eingöngu að sækja mér rítalín. Ég man óljóst eftir þessu, þetta er í gloppum. Þetta er ekkert líf sem neinn vill, þetta er bara grimm afleiðing fíknar, þunglyndis, kvíða, ótta og gremju. Ég þurfti fíkniefni til þess að fúnkera.“ Atli segist aðeins geta kennt sjálfum sér um og fíkninni. Hann veit ekki hversu oft hann fór í meðferð. Faðir Atla er fyrir löngu búinn að loka á hann og móðir hans dó árið 2013. Svo á hann eldri dóttur sem er komin vel yfir tvítugt en hún er í engu sambandi við hann, enda hefur hann aldrei sinnt henni. Hann eignaðist Kristbjörgu með öðrum fíkli sem er enn að. Hún er tveggja ára. „Ég var í sambandi þar sem við lokuðum okkur af í íbúð og notuðum fíkniefni í þrettán ár. Gríðarleg félagsleg einangrun og allt snerist bera um neyslu og neyslu,“ segir Atli sem man eftir því að hafa notað fíkniefni með yngri dóttur sína inni í íbúðinni.Kristbjörg bjargaði lífi Atla.„Það lætur manni líða vægast sagt illa. Þessi engill á að fá alla þá möguleika, ást og athygli sem hugsast getur,“ segir hann og bætir við að vendipunkturinn hafi verið þegar hann sá fólk hrynja niður í kringum sig og áttaði sig á því að hann átti enga að nema litlu dótturina. „Þá leitaði ég upp í Hlaðgerðarkot og það má segja að ég hafi gefist upp með báðum höndum. Þá var ég fús til að leggja á mig allt sem þurfti. Ég bý hér á áfangaheimilinu Brú sem er meðferðarúrræði sem Samhjálp rekur og ég er að gefa af mér aftur til samfélagsins með því að hjálpa til innan Samhjálpar. Ég keyri bílinn fyrir þau. Hún fer á leikskóla og við snúllumst um hérna eins og við getum. Við höfum verið rosalega duglega í Húsdýragarðinum og fara í sund,“ segir Atli sem kallaði til Barnaverndarnefnd inn í málið á síðasta ári meðan hann var inni í meðferð. Hann segist verið í góðu samstarfi við starfsfólk þar. Atli segir að ef ekki væri fyrir Samhjálp og Hlaðgerðarkot þá: „Væri ég dáinn. Það er ekki flóknara en það. Akkúrat á þessum tímapunkti þegar ég leita mér aðstoðar var ég ekki að komast neins staðar annars staðar inn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Atla í heild sinni. Lyf Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Ég er fæddur og uppalinn í litlu samfélagi úti á landi, á Egilsstöðum. Mér gekk vel í skóla og var í íþróttum. Ég byrjaði að drekka fjórtán ára gamall og byrjaði strax að drekka mjög illa. Fimmtán ára byrjaði ég að reykja kannabisefni og er bara orðinn dagreykingamaður 15 ára gamall,“ segir Atli Heiðar Gunnlaugsson í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann er í dag 44 ára og er í dag edrú í fyrsta sinn í 30 ára en Atli hefur í dag verið edrú í 16 mánuði. Hvatinn til að halda sér þurrum er litla dóttirin Kristbjörg en að öðru leyti er hann einn í heiminum. Pabbi hans er löngu búinn að loka á hann, mamma hans dáin, hann á engin systkini og vinirnir ýmist dánir eða enn í neyslu. Hann þakkar Samhjálp og Hlaðgerðarkoti lífgjöfina. „Ég byrja svo að sprauta mig 1996, sjö árum eftir að ég byrjaði að reykja og þetta hefur bara verið einn stór harmleikur síðan,“ segir Atli en hann prófaði allt. Kókaín, amfetamín, allt læknadóp sem hann komst í og bjó í athvörfum, úti og götu og á milli þess fór hann í endalausar meðferðir. „Það var mikið um sjúkrahúsvistir, var í fangelsum hérna heima og erlendis.“Atli er í engu sambandi við föður sinn.Hann var meðal annars tekinn fyrir kókaínsmygl í Frakklandi og fékk árs dóm. „Hér á Íslandi sat ég inni fyrir vopnuð rán. Ég rændi Lyfju í Lágmúla tvisvar. Ég var ógnandi með öxi og var eingöngu að sækja mér rítalín. Ég man óljóst eftir þessu, þetta er í gloppum. Þetta er ekkert líf sem neinn vill, þetta er bara grimm afleiðing fíknar, þunglyndis, kvíða, ótta og gremju. Ég þurfti fíkniefni til þess að fúnkera.“ Atli segist aðeins geta kennt sjálfum sér um og fíkninni. Hann veit ekki hversu oft hann fór í meðferð. Faðir Atla er fyrir löngu búinn að loka á hann og móðir hans dó árið 2013. Svo á hann eldri dóttur sem er komin vel yfir tvítugt en hún er í engu sambandi við hann, enda hefur hann aldrei sinnt henni. Hann eignaðist Kristbjörgu með öðrum fíkli sem er enn að. Hún er tveggja ára. „Ég var í sambandi þar sem við lokuðum okkur af í íbúð og notuðum fíkniefni í þrettán ár. Gríðarleg félagsleg einangrun og allt snerist bera um neyslu og neyslu,“ segir Atli sem man eftir því að hafa notað fíkniefni með yngri dóttur sína inni í íbúðinni.Kristbjörg bjargaði lífi Atla.„Það lætur manni líða vægast sagt illa. Þessi engill á að fá alla þá möguleika, ást og athygli sem hugsast getur,“ segir hann og bætir við að vendipunkturinn hafi verið þegar hann sá fólk hrynja niður í kringum sig og áttaði sig á því að hann átti enga að nema litlu dótturina. „Þá leitaði ég upp í Hlaðgerðarkot og það má segja að ég hafi gefist upp með báðum höndum. Þá var ég fús til að leggja á mig allt sem þurfti. Ég bý hér á áfangaheimilinu Brú sem er meðferðarúrræði sem Samhjálp rekur og ég er að gefa af mér aftur til samfélagsins með því að hjálpa til innan Samhjálpar. Ég keyri bílinn fyrir þau. Hún fer á leikskóla og við snúllumst um hérna eins og við getum. Við höfum verið rosalega duglega í Húsdýragarðinum og fara í sund,“ segir Atli sem kallaði til Barnaverndarnefnd inn í málið á síðasta ári meðan hann var inni í meðferð. Hann segist verið í góðu samstarfi við starfsfólk þar. Atli segir að ef ekki væri fyrir Samhjálp og Hlaðgerðarkot þá: „Væri ég dáinn. Það er ekki flóknara en það. Akkúrat á þessum tímapunkti þegar ég leita mér aðstoðar var ég ekki að komast neins staðar annars staðar inn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Atla í heild sinni.
Lyf Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira