Hrunið blasir við Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjármagn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafengur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjármagn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafengur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmálamenn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágrannalöndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nánast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðarnefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi samkvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuuppbyggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hagsmuni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágrannalöndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og náttúruna, heldur mannlífið í byggðunum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tímaskekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfðablöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta matvæli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir náttúruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auðrisum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar