Guð blessi Vestfirði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. október 2018 07:00 Það er í tísku að tala um hrunið nú þegar tíu ár eru liðin frá hörmunginni. Ég ætla að tolla í tískunni en get þó ekki freistað þess, um leið og ég harma hlut þeirra sem illa fóru út úr hruninu, að benda á að í raun eru það forréttindi að geta talað um hrunið í eintölu því til eru samfélög sem þekkja lítið annað en hvert hrunið á fætur öðru. Eitt þessara samfélaga er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og það sem ýtir því fram af bjargbrúninni með reglulegu millibili eru ekki útrásarvíkingar, bankabólur, jarðskjálftar, eldgos eða Lehmanbræður heldur pólitískar ákvarðanir í Reykjavík. Nú er svo komið að blikur eru á lofti einn ganginn enn. Laxeldi á sjó er ekki og á ekki að vera óumdeilt frekar en starfsemi banka sem getur orðið glæfraleg, álframleiðsla eða rekstur fimm stjörnu hótela í Reykjavík sem síðan kallar á þjónustu sem misbýður siðferði margra. En þetta er vandinn við að byggja samfélag, oftast verður maður að láta reyna á umburðarlyndi upp að vissu marki. Og ekki fæ ég séð að laxeldi þar vestra sé komið út fyrir skynsamleg mörk. Það sem mér finnst sorglegast í þessu er að nú virðist tækifærið farið fyrir náttúruverndarsinna, landeigendur og eldismenn að leggja frekari drög að samfélagsgreind sinni. Annað sorgarefni er að Vestfirðingar skuli hafa yfir sér yfirvald sem ALDREI getur hlíft þeim við þessum hrunum. En hvernig sem fer verða árnar þarna áfram, þar sem ég veiddi lax á bernskudögum með góðum mönnum. Reyndar fannst ekki í þeim vestfirskur sporður heldur fiskur sem menn höfðu komið með í poka frá Noregi. Hvaðan ætti líka gott að koma? Frá Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það er í tísku að tala um hrunið nú þegar tíu ár eru liðin frá hörmunginni. Ég ætla að tolla í tískunni en get þó ekki freistað þess, um leið og ég harma hlut þeirra sem illa fóru út úr hruninu, að benda á að í raun eru það forréttindi að geta talað um hrunið í eintölu því til eru samfélög sem þekkja lítið annað en hvert hrunið á fætur öðru. Eitt þessara samfélaga er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og það sem ýtir því fram af bjargbrúninni með reglulegu millibili eru ekki útrásarvíkingar, bankabólur, jarðskjálftar, eldgos eða Lehmanbræður heldur pólitískar ákvarðanir í Reykjavík. Nú er svo komið að blikur eru á lofti einn ganginn enn. Laxeldi á sjó er ekki og á ekki að vera óumdeilt frekar en starfsemi banka sem getur orðið glæfraleg, álframleiðsla eða rekstur fimm stjörnu hótela í Reykjavík sem síðan kallar á þjónustu sem misbýður siðferði margra. En þetta er vandinn við að byggja samfélag, oftast verður maður að láta reyna á umburðarlyndi upp að vissu marki. Og ekki fæ ég séð að laxeldi þar vestra sé komið út fyrir skynsamleg mörk. Það sem mér finnst sorglegast í þessu er að nú virðist tækifærið farið fyrir náttúruverndarsinna, landeigendur og eldismenn að leggja frekari drög að samfélagsgreind sinni. Annað sorgarefni er að Vestfirðingar skuli hafa yfir sér yfirvald sem ALDREI getur hlíft þeim við þessum hrunum. En hvernig sem fer verða árnar þarna áfram, þar sem ég veiddi lax á bernskudögum með góðum mönnum. Reyndar fannst ekki í þeim vestfirskur sporður heldur fiskur sem menn höfðu komið með í poka frá Noregi. Hvaðan ætti líka gott að koma? Frá Reykjavík?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar