Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2018 21:00 Ingvar Þór Pétursson útgerðarmaður við löndun á bryggjunni á Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40
Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30