Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 19:05 Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir enga stoð í lögum fyrir aðgerðum stjórnvalda. Vísir Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra segja frumvarpið til þess fallið að gæta meðalhófs í samskonar ákvörðunum en lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir stjórnvöld brjóta gegn lögum með frumvarpinu.Gefi fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur í samræmi við lög Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að verði frumvarpið samþykkt væri hægt að gæta að meðalhófi, athuga hvort unnt væri að forða verðmætatapi og skoða í leiðinni umhverfisþætti og samfélagsþætti. Þá segir hann ákvæði frumvarpsins vera samskonar þeim sem eru í lögum um hollustuhætti og sömuleiðis í lögum sem lúta að bygginga og skipulagsmálum. Uppfylli umsækjendur kröfur um bráðabirgðaleyfi veiti það fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur sem uppfylla lög og reglur í stað þess að fara í stærri aðgerðir. „Í stað þess að hús sé rifið á stundinni að þá séu gefin tækifæri til þess að gera úrbætur,“ segir Kristján Þór. Aðspurður segir Kristján Þór frumvarpið ekki fara á svig við úrskurð nefndarinnar um að fella starfsleyfi fiskeldisfyrirtækjanna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálfstæða og frumvarpið ekki snerta hennar úrskurð. Frumvarpið flýti einfaldlega fyrir ferli málsins en bið eftir úrskurði dómstóla væri bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Rekstur verður að ganga og við þekkjum það af umræðu síðustu tíu daga eða svo að það er kallað eftir úrbótum, það er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og þau munu birtast í þessu frumvarpi.“Ekkert rými í lögum til þess að bregðast við samskonar málum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir frumvarpið gera stjórnvöldum kleift að bregðast við þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi en hann segir núverandi lög ekki veita rými til þess að bregðast við, heldur þurfi tafarlaust að stöðva starfssemi. „Það getur verið nauðsynlegt að geta gefið slíkt rými í einhverjum tilfellum til þess að bæta úr annmörkum sem eru á leyfinu.“ Guðmundur segir ekki erfitt fyrir sig að styðja frumvarpið á þeim grundvelli að gæta meðalhófs í stjórnsýslunni. Hann segir þróunina vera slíka að í auknum mæli sé verið að breyta lögum til þess að tryggja meðalhóf í stjórnvaldsákvörðunum.Segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ segir Óttar og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Þá segir Óttar meðalhófsregluna ekki eiga við í þessu tilviki og segir slíkar fullyrðingar vera til þess fallnar að afvegaleiða umræðuna. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra segja frumvarpið til þess fallið að gæta meðalhófs í samskonar ákvörðunum en lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa segir stjórnvöld brjóta gegn lögum með frumvarpinu.Gefi fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur í samræmi við lög Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að verði frumvarpið samþykkt væri hægt að gæta að meðalhófi, athuga hvort unnt væri að forða verðmætatapi og skoða í leiðinni umhverfisþætti og samfélagsþætti. Þá segir hann ákvæði frumvarpsins vera samskonar þeim sem eru í lögum um hollustuhætti og sömuleiðis í lögum sem lúta að bygginga og skipulagsmálum. Uppfylli umsækjendur kröfur um bráðabirgðaleyfi veiti það fyrirtækjum tækifæri til þess að gera úrbætur sem uppfylla lög og reglur í stað þess að fara í stærri aðgerðir. „Í stað þess að hús sé rifið á stundinni að þá séu gefin tækifæri til þess að gera úrbætur,“ segir Kristján Þór. Aðspurður segir Kristján Þór frumvarpið ekki fara á svig við úrskurð nefndarinnar um að fella starfsleyfi fiskeldisfyrirtækjanna tveggja úr gildi. Hann segir þá ákvörðun vera sjálfstæða og frumvarpið ekki snerta hennar úrskurð. Frumvarpið flýti einfaldlega fyrir ferli málsins en bið eftir úrskurði dómstóla væri bæði kostnaðarsöm og tímafrek. „Rekstur verður að ganga og við þekkjum það af umræðu síðustu tíu daga eða svo að það er kallað eftir úrbótum, það er kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda og þau munu birtast í þessu frumvarpi.“Ekkert rými í lögum til þess að bregðast við samskonar málum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir frumvarpið gera stjórnvöldum kleift að bregðast við þegar rekstrarleyfi er fellt úr gildi en hann segir núverandi lög ekki veita rými til þess að bregðast við, heldur þurfi tafarlaust að stöðva starfssemi. „Það getur verið nauðsynlegt að geta gefið slíkt rými í einhverjum tilfellum til þess að bæta úr annmörkum sem eru á leyfinu.“ Guðmundur segir ekki erfitt fyrir sig að styðja frumvarpið á þeim grundvelli að gæta meðalhófs í stjórnsýslunni. Hann segir þróunina vera slíka að í auknum mæli sé verið að breyta lögum til þess að tryggja meðalhóf í stjórnvaldsákvörðunum.Segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ segir Óttar og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Þá segir Óttar meðalhófsregluna ekki eiga við í þessu tilviki og segir slíkar fullyrðingar vera til þess fallnar að afvegaleiða umræðuna.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47