Sýknuð af kröfum sveitarfélags í Airbnb-máli Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2018 14:41 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað par af kröfu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna álagningar fasteignaskatts á sumarbústað sem var gerður út á leiguvefnum Airbnb. Hreppurinn taldi að leggja ætti 1,32 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn á grundvelli laga tekjustofna sveitarfélaga þar sem sumarbústaðurinn var nýttur fyrir ferðaþjónustu. Þessu hafnaði parið og taldi að leggja ætti 0,5 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn, líkt og kveður á í lögunum þegar kemur að sumarbústöðum. Parið hafði kært ákvörðun hreppsins til yfirfasteignamatsnefndar, en nefndin komst að sömu niðurstöðu og þar sem parið hafði tilkynnt til sýslumanns að sumarbústaðurinn yrði nýttur undir heimagistingu. Ein og hálf milljón á hreppinn Héraðsdómur Suðurlands var þessu sammála og sagði að skýrt sé tekið fram í lögum að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði laganna, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Tók dómurinn fram að lög um heimagistingu væru yngri en lög um tekjustofna sveitarfélaga og benti á að það væri eindreginn vilji löggjafans að heimagisting teljist ekki nýting húsnæðis í atvinnuskyni. Því lék enginn vafi á því að mati dómsins að skattlagning ætti að heyra undir þá sem kveðið er á um sumarbústaði, en ekki atvinnuhúsnæði. Var parið sýknað af öllum kröfum hreppsins og hreppurinn dæmdur til að greiða þeim málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna. Dóminn má lesa hér. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað par af kröfu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna álagningar fasteignaskatts á sumarbústað sem var gerður út á leiguvefnum Airbnb. Hreppurinn taldi að leggja ætti 1,32 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn á grundvelli laga tekjustofna sveitarfélaga þar sem sumarbústaðurinn var nýttur fyrir ferðaþjónustu. Þessu hafnaði parið og taldi að leggja ætti 0,5 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn, líkt og kveður á í lögunum þegar kemur að sumarbústöðum. Parið hafði kært ákvörðun hreppsins til yfirfasteignamatsnefndar, en nefndin komst að sömu niðurstöðu og þar sem parið hafði tilkynnt til sýslumanns að sumarbústaðurinn yrði nýttur undir heimagistingu. Ein og hálf milljón á hreppinn Héraðsdómur Suðurlands var þessu sammála og sagði að skýrt sé tekið fram í lögum að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði laganna, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Tók dómurinn fram að lög um heimagistingu væru yngri en lög um tekjustofna sveitarfélaga og benti á að það væri eindreginn vilji löggjafans að heimagisting teljist ekki nýting húsnæðis í atvinnuskyni. Því lék enginn vafi á því að mati dómsins að skattlagning ætti að heyra undir þá sem kveðið er á um sumarbústaði, en ekki atvinnuhúsnæði. Var parið sýknað af öllum kröfum hreppsins og hreppurinn dæmdur til að greiða þeim málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna. Dóminn má lesa hér.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira