Virkni og vinsældir Ripped ósannaðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2018 10:37 Orkudrykkurinn Ripped Instagram Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT
Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira