Khabib biðst afsökunar á ólátunum eftir sigurinn á Conor Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 7. október 2018 15:38 Khabib sigraði Conor í UFC 229 í nótt Vísir/Getty UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“ MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
UFC léttivigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov hefur beðist afsökunar á ólátunum sem brutust út í kjölfar sigur hans á Conor McGregor í nótt. Allt varð vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Khabib og Conors en eftir að Khabib sigraði Conor brutust út hópslagsmál. Khabib var frábær í bardaganum sjálfum og átti sigurinn svo sannarlega skilið. En eftir að Conor gafst upp lét Khabib gamminn geysa yfir aðstoðarmenn Conors og fleygði gómnum sínum í átt að þeim. Næst stökk hann yfir búrið og réðst á aðstoðarmenn Conors. Á sama tíma tóku þrír vinir Khabib upp á því að lauma sér inn í búrið og réðust þeir að Conor. Ótrúlegar senur. Þeir sem réðust á Conor voru handteknir en sleppt skömmu síðar þar sem Conor ákvað að kæra þá ekki. Khabib hefur nú beðist afsökunar á slagsmálunum. „Mig langar að biðja íþróttanefndina afsökunar. Afsakið Las Vegas. Ég veit að þetta var ekki mín besta hlið. Þetta er ekki mín besta hlið, ég er mennskur,“ sagði Khabib. Khabib skilur hins vegar ekki hvers vegna fólk var hissa á því að hann hafi yfirgefið búrið. „Ég skil ekki hvernig fólk getur talað um að ég hafi stokkið úr búrinu. Hann talaði um trú mína, land mitt og föður. Hann kom til Brooklyn og var með ólæti. Hann drap næstum því fólk! Spáið í það. Af hverju er fólk að velta fyrir sér hvers vegna ég yfirgaf búrið?“ „Mig langar að segja eitt. Ég held að fjölmiðlar hafa breytt MMA. Það er virðing í þessari íþrótt. Þú átt ekki að tala illa um aðra í þessari íþrótt. Ég vil breyta íþróttinni. Ég vil ekki að fólk tali illa um andstæðinginn, eins og að tala illa um föður hans, eða trú. Þú getur ekki talað um trú, þú getur ekki talað um þjóð, þú getur ekki talað um svona hluti. Fyrir mitt leyti, þá er þetta mjög mikilvægt.“
MMA Tengdar fréttir Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32 Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30 Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Sjáðu hópslagsmálin eftir bardaga Conors og Khabib í nótt Það varð allt vitlaust í Las Vegas í nótt eftir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov. Eftir að hafa pakkað Conor saman gengu Khabib, og hans fylgdarsveinar, berserksgang í höllinni. 7. október 2018 11:32
Hópslagsmálin í Las Vegas frá mörgum sjónarhornum Khabib Nurmagomedov brjálaðist eftir að hafa unnið Conor McGregor í nótt og ætlaði sér að lumbra á öllu hans liði. Myndbönd úr höllinni gefa nýja sýn á lætin. 7. október 2018 13:30
Sigur Khabib fellur í skuggann á ömurlegum hópslagsmálum UFC 229 fór fram í Las Vegas í nótt. Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor en eftir bardagann brutust út ömurleg hópslagsmál þar sem hornamenn Khabib réðust að Conor. 7. október 2018 06:45