„Kraftaverkasagan frá Íslandi,“ „Hvernig hreinsaði Ísland til í bönkunum?“ og „Ísland rís úr öskustónni eftir bankahrunið“ eru dæmi um nokkrar fyrirsagnir erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um uppganginn í efnahagslífinu hér á landi eftir hrun. Viðsnúningurinn er flestum Íslendingum kunnur en það er í raun mjög stutt síðan að áhrif kreppunnar komu fram af fullum þunga, enda tíu ár ekki mjög langur tími í sögu þjóðar. Árið 2009 var til að mynda samdráttur í þjóðarframleiðslunni upp á 6,8 prósent. Árið eftir var samdrátturinn 3,4 prósent en það er stundum notað sem þumalputtaregla að komin sé kreppa í hagkerfinu þegar þjóðarframleiðsla dregst saman tvo ársfjórðunga í röð. Árið 2016 mældist hagvöxtur hins vegar 7,4 prósent og í fyrra var hann fjögur prósent. Atvinnuleysi gefur líka ágæta mynd af því hvernig staðan hefur breyst. Þannig hefur aldrei mælst meira atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar en í febrúar og mars 2010 þegar það var 9,3 prósent. Í júní og júlí í fyrra mældist síðan minnsta atvinnuleysi frá árinu 2007, er það var 1,8 prósent.Neikvæð umræða sem sáði fræjum Þegar velt er upp spurningunni hverju megi þakka uppganginn undanfarin ár kemur ferðaþjónustan strax upp í hugann.Tölur sýna að ör vöxtur greinarinnar eftir hrun á mikinn þátt í viðsnúningnum en þær Sigríður Gunnarsson og Jakobína Guðmundsdóttir, stjórnendur hjá ferðaskrifstofunni Iceland Travel, segja að hrunið hafi haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna og í raun komið Íslandi almennilega á kortið sem ferðamannastað. „Það hafði mjög mikil áhrif. Maður upplifði svolítið eins og allt væri í frjálsu falli. Það var sérstakt álag á fjármálastjóra og gengið hrundi og viðskiptavinirnir héldu að hér væri allt mjög ódýrt. Við fengum mjög neikvæða umfjöllun og kannski það sem stendur upp úr er að allt markaðsstarf tvöfaldaðist í kostnaði og jafnvel margfaldaðist,“ segir Sigríður sem líkt og Jakobína hefur starfað í ferðaþjónustu í fjöldamörg ár. Jakobína segir að í kjölfar hrunsins hafi viðskiptavinir Iceland Travel mikið spurt út í það sem og efnahagsástandið almennt og þar af leiðandi minna út í hvað væri hægt að gera og sjá á Íslandi. „Við vorum allt í einu orðin þekkt fyrir þetta. Við vorum algjörlega óþekkt fram að því og svo fáum við þessa kynningu sem er mjög neikvæð. Ég held að hún hafi samt skapað forvitni. Hún er neikvæð en það koma samt þarna einhver fræ. Ísland er allt í einu komið á kortið,“ segir Sigríður.Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði ekki bara mikil áhrif hér heima heldur einnig um allan heim.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR„I hate Iceland“ Jakobína segir að Iceland Travel hafi dregið svolítið úr markaðsstarfi eftir hrunið vegna falls krónunnar. Hins vegar var líka mikilvægt að halda dampi þótt dregið væri úr. Það hafi eftir á að hyggja verið mjög skynsamlegt að sögn Sigríðar. „Það var dýrt, svakalega dýrt, út af genginu. Síðan þegar gosið verður þá erum við kannski betur undirbúin markaðslega. Við þurftum svolítið að verja okkur eftir hrunið og í hruninu því orðspor okkar var ekki gott. Við fundum alveg fyrir því og vorum svolítið eins og með skottið á milli lappanna.“ Gosið sem Sigríður minnist á er auðvitað eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Það vakti heimsathygli enda setti það flugsamgöngur úr skorðum um víða veröld svo flugfarþegar hugsuðu mishlýlega til Íslands.„Hér fór í raun og veru allt á hliðina“ Jakobína segir að viðskiptin hafi minnkað töluvert í gosinu. „Sumir markaðir eru viðkvæmari en aðrir fyrir náttúruhamförum og hætta við ef það er einhver ógn. Þannig að við fengum töluvert af afbókunum.“ Sigríður segir að ástandið sem skapaðist við eldgosið hafi verið sérstaklega erfitt. „Það stoppuðu flugin og hér fór í raun og veru allt á hliðina. Starfsfólkið var í því að reyna að bjarga hlutum, afpanta, farþegarnir komust ekki til landsins, þeir komust ekki úr landinu. Það þurfti að flytja mjög marga ferðamenn til Akureyrar því Icelandair gerðu allt til þess að halda fluginu gangandi og það var verið að gera flugvélarnar út frá Akureyri. Akureyrarflugvöllur varð allt í einu alþjóðaflugvöllur með stórum stöfum.“Ekki búin undir vöxtinn Þriggja prósenta samdráttur varð í ferðaþjónustu árið 2010 en fjöldinn hafði haldist nokkuð stöðugur fyrst eftir hrun. Ferðamönnum fjölgaði svo árið 2011 þegar þeir voru um 550 þúsund. Síðan þá hefur fjölgunin verið gríðarleg og fór fjöldinn í fyrsta sinn yfir tvær milljónir á síðasta ári. Jakobína og Sigríður segja að greinin hafi í raun ekki verið tilbúinn fyrir þennan ótrúlega mikla vöxt og hið opinbera ekki heldur. „Þegar við lendum í gosinu þá er greinin rétt að slíta barnsskónum ef hún er þá að slíta barnsskónum. Þetta er svo ung grein. Það að fara í þennan mikla vöxt þá held ég að greinin hafi ekki verið undirbúin undir það sem slíkt,“ segir Sigríður. Jakobína tekur undir það. „Ég held að við höfum ekki verið undirbúin. Það getur svo sem enginn séð svona fyrirfram en það var farið í markvissa markaðsherferð, bæði fyrirtæki í ferðaþjónustu og Íslandsstofa með Inspired by Iceland og flugfélögin. Allt hjálpaði þetta til.“ Þær nefna uppbyggingu innviða sem dæmi um það hvernig hið opinbera hafi ekki verið tilbúið í það að taka á móti þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem hingað hefur komið undanfarin ár. Vegakerfið sé gott dæmi þar sem má til dæmis enn finna einbreiðar brýr á þjóðvegi 1.Sigríður Gunnarsdóttir, sölu-og markaðsstjóri fyrir Evrópumarkað hjá Iceland Travel, og Jakobína Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri fyrir Bandaríkjamarkað, Ástralíu, Asíu og Bretland hjá Iceland Travel.vísir/vilhelmÍsland ekki uppselt Jakobína nefnir einnig að huga þurfi betur að stýringu vegna fjölgunar ferðamanna. Þegar fjölgunin sé svona hröð fari af stað umtala um að Ísland sé uppbókað, hér sé massatúrismi og annað í þá átt. „Það er álag á ákveðnum stöðum en þeir sem eru duglegir að ferðast um Ísland, þeir sjá það að við erum ekki uppbókuð og við erum ekki uppseld. Hér er alveg klárlega hægt að stýra ferðamönnum betur og dreifa betur um allt land. Það eru landshlutar sem geta tekið á móti mun fleiri ferðamönnum. Það eru þrjú vörumerki sem standa upp úr, Bláa lónið, Gullni hringurinn og Jökulsárlón. Þeir sem fara á þessa staði sjá náttúrulega fjölda ferðamanna en ef við tölum um massatúrisma þarf ekki annað en að fara til Evrópu og standa fyrir utan Eiffel-turninn eða Pisa-turninn í Evrópu og þá sjáum við hvað er massatúrismi,“ segir Jakobína. Sigríður nefnir í þessu samhengi neikvæða umræða um Ísland sem ferðamannastað úti í Evrópu. „Síðan kemur þessi ofboðslega neikvæða umræða, hún getur að hluta til verið heimatilbúin, Íslendingar tala oft ekki mjög vel um ferðaþjónustuna, en umræðan úti í Evrópu að hér sé bara jafnvel ekki spennandi að koma, að hér sé allt krökkt af ferðafólki og ofan á það kannski að hér sé orðið dýrt. Okkur finnst þetta vera frekar ósanngjörn umræða en infrastrúktúrinn að einhverju leyti er ástæðan fyrir því að menn upplifa að það sé massatúrismi. Maður veltir fyrir sér, þúsund manns á Gullfoss og Geysi, hver er mælikvarðinn á að það sé mikið eða lítið? Auðvitað tekur örmjór göngustígur á móti 200 manns. Í kringum þessa ferðamannastaði þarf að vera möguleiki á að taka á móti svona mörgum.“Ákváðu að hvíla Ísland vegna mikilla verðhækkana Varðandi framtíðarhorfurnar í ferðaþjónustu segjast þær nú finna fyrir samdrætti. Þar hafi áhrif hvað Ísland sé dýr áfangastaður og nefnir Jakobína í því samhengi að skattar og álögur hafi hækkað á greinina, til að mynda gistináttaskattur og svo þegar greinin fór inn í virðisaukaskattskerfið. „Á milli áranna 2017 og 2018 þá vorum við að hækka verðlag til okkar viðskiptavina á milli 20 og 35 prósent. Þetta eru gríðarlegar hækkanir og það voru stórir ferðaheildsalar erlendis sem sögðu við okkur „Já, allt í lagi að hækka um þrjú prósent það er bara normal, að hækka um sex prósent þá eru þið komin dálítið hátt, þá eru komin sársaukamörk og þá þurfum við að endurskoða hvað við ætlum að gera varðandi að selja Ísland.“ En við vorum að presentara allt að 35 prósent hækkun og þá voru margir viðskiptavinir sem ákváðu að hvíla Ísland.“ Þá segir Jakobína að það þurfi einnig að huga að því að með fjölgun ferðamanna hafi erlendum rútum, erlendum bílstjórum og erlendum leiðsögumönnum fjölgað einnig. „Eru þessir aðilar að borga sömu skatta og gjöld og við ? Sitjum við við sama borð? Við höfum upplifað það hér á okkar skrifstofu að tapa viðskiptum af því að erlendur aðili kemur og undirbýður okkar verð. Þá er kannski ekki verið að greiða leiðsögumannalaun samkvæmt taxta á Íslandi. Þetta svíður og þetta er sárt og okkur finnst að það þurfi að herða eftirlitið. Hér þarf að vera gríðarlega öflugt eftirlit með því hverjir eru að starfa löglega og hverjir ólöglega.“Ferðamenn dást hér að Strokki á hverasvæðinu við Geysi sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.vísir/vilhelmAllt í lagi þó það hægist aðeins á vextinum Þrátt fyrir samdráttinn í greininni eru þær bjartsýnar. „Ég held að þessi slaki sem er að koma núna, ég held að hann sé kannski bara góður fyrir okkur. Við erum aðeins að ná vopnum okkar aftur,“ segir Jakobína og bætir við að einn af þeim kostum sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna er að Ísland er orðið vinsæll áfangastaður yfir vetrartímann. Það hafi ekki verið áður og því hafi bransinn verið sveiflukenndur. Aðspurðar hvort að þessi mikli vöxtur hafi verið bóla eða hvort að jafnvægi náist í greininni segir Sigríður óskastöðuna vera heilbrigðan vöxt. „En hvað er heilbrigður vöxtur? Ef að við höldum rétt á spilunum þá er maður bara mjög bjartsýnn. Það þarf eitthvað að hugsa verðin, þau eru of há, fyrir þennan ferðamann sem skiptir okkur verulegu máli og skilar okkur peningum.“ Jakobína tekur undir þetta. „Ég vil ekki meina að þetta hafi verið bóla heldur gríðarlega ör vöxtur og nú er þessi hraði vöxtur aðeins að hjaðna. Ég segi eins og Sirrý að það er bara best ef við erum í eðlilegum vexti. Það er allt í lagi þó að það hægi aðeins á honum. Við þurfum að ná að anda núna og taka aðeins til heima hjá okkur.“Hólmgeir Einarsson í fiskbúðinni sem hann stofnaði árið 2009, Fiskbúð Hólmgeirs sem er í Mjódd.Vísir/vilhelm„Ef illa hefði farið væri ég bara á götunni“ En hrunið skapaði ekki aðeins tækifæri í ferðaþjónustunni. Eins og atvinnuleysistölur á árunum eftir hrun gefa til kynna missti fjöldi fólks vinnuna en atvinnumissir getur vissulega skapað ný tækifæri þó að það sé alltaf erfitt að missa vinnuna. Hólmgeir Einarsson er einn þeirra sem varð atvinnulaus skömmu eftir hrun. Hann hafði starfað hjá fyrirtækinu Fiskisögu sem rak nokkrar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu en í upphafi árs 2009 var honum sagt upp. Þá ákvað hann að láta gamlan draum rætast og opna sjálfur fiskbúð. „Það var öllum sagt upp og þar á meðal mér. Þá var bara staðan þannig hvað maður ætti að gera, það var ekki mikið að hlaupa í árið 2009. Við sláum bara upp fundi ég og konan, þetta hefur alltaf verið smá draumur hjá mér að fara út í eitthvað svona, þetta var kannski ekki heppilegur tími, en sumir segja að þetta sé heppilegasti tíminn. Við áttum ekki neitt en lögðum bara allt undir og ég var rosalega heppinn. Ég fór að hitta bankastjóra Arion banka í Smáranum og hann sagði „Mættu bara á morgun og þá verður þetta klárt.“ Ég bara stóð og sagði „Ókei,“ og þá var ekkert hægt að snúa við,“ segir Hólmgeir og segir útibússtjórann eiginlega hafa tekið ákvörðunina um að hann myndi opna verslunina. „En ég lagði bara heimilið undir svo ef illa hefði farið væri ég bara á götunni.“ Hólmgeir er Breiðhyltingur í húð og hár og í því hverfi vildi hann opna búðina. Engin fiskbúð var í Breiðholti á þessum tíma en það fór svo að Hólmgeir fann hentugt húsnæði í Mjóddinni þar sem áður hafði verið skóbúð. Hann segir að það hafi tekið smá tíma að breyta húsnæðinu en hann opnaði síðan föstudaginn 15. júní 2009. „Það var bara annað hvort að gera þetta, hrökkva eða stökkva. Mér var tekið mjög vel af Breiðhyltingum og öðrum borgarbúum og við eigum reyndar viðskiptavini um allt, Kópavogi, vestur af Nesi og bara alls staðar. Þannig að þetta heppnaðist.“Með átján kílóa lúðu í fjölskyldubílnum Eins og gefur að skilja, líkt og ástandið var í þjóðfélaginu þá, að Hólmgeir gat ekki byrjað stórt í rekstrinum. Þannig var hann til dæmis ekki með sérstakan bíl til að flytja fiskinn heldur notaði einfaldlega fjölskyldubílinn. „Ég man eftir því að þarna 16. eða 17. júní þá fór ég niður á Granda að ná í fiskinn sem ég ætlaði að nota á mánudaginn. Þar á meðal var sautján til átján kílóa lúða. Ég lagði bara sætin niður í Subaru-fjölskyldubílnum og lúðunni var ýtt þar í kassa. Hausinn stóð úti í glugga öðru megin og sporðurinn hinu megin og svona keyrði ég í gegnum miðborg Reykjavíkur til þess að koma lúðunni í búðina,“ segir Hólmgeir og hlær dátt. Hann kveðst hafa notað Subaru-inn í töluverðan tíma til að flytja fiskinn og að stundum hafi verið allt að 200 kíló í bílnum. Aðspurður hvernig venjulegur vinnudagur hafi verið hjá honum þegar hann var að byrja lýsir Hólmgeir honum svona: „Ég fór á fætur á milli þrjú og fjögur á nóttunni, þá fór ég niður á Granda. Þá var ég búinn að versla á markaðnum á netinu deginum áður, maður verslar af bátum sem eru staddir úti á sjó. Fiskurinn kom í land svona fjögur, fimm að morgni. Þá var stokkið til að flaka í Subaru-inn og keyrt hingað upp eftir. Ég var kominn upp eftir svona um klukkan átta. Þá var Ísak, strákur sem var að vinna hjá mér og á búðina nú í dag, þá var hann mættur til að undirbúa. Maður fór þá í að snyrta flökin og gera og græja og maður var kominn heim svona sjö, hálfátta á kvöldin.“Fyrsta árið mjög þungt Hólmgeir lagði mikla vinnu í fiskbúðina sem hefur skilað sér því reksturinn gengur vel í dag. Fyrsta árið hafi verið mjög þungt en svo hafi komið stöðugleiki í reksturinn.En einhverjir myndu örugglega segja að það væri ákveðið glapræði eða klikkun að opna fyrirtæki aðeins nokkrum mánuðum eftir að allt fer á hliðina? „Jú, það voru ansi margir sem sögðu það. Sjálfur var ég skíthræddur en maður varð að gera eitthvað. Það var ekkert mikið um vinnu, fara á atvinnuleysisbætur sem maður lifði ekki af, sem ég var nú ekki tilbúinn að gera. Þannig að við ákváðum að taka þetta stóra skref og við vorum svo ljónheppin að þetta heppnaðist, náttúrulega með ofboðslegri vinnu, og vera með gott fólk í vinnu. Og ná sambandi við kúnnann,“ segir Hólmgeir sem segir þjónustu og gæði vörunnar koma á undan verðinu. „Ég er ekki að segja að þú eigir að vera með verðið í einhverju rugli, en það höfum við verið með sem okkar „issue“ í gegnum tíðina, að vera með þjónustu og gæði.“ Hann gat lítið auglýst nýju búðina þegar hún opnaði. „Nei, ég gat ekkert auglýst. Ég lét gera smá „flyer“ með mynd af mér og eitthvað svona, og hljóp með þetta í hús hérna í Breiðholti. Síðan hef ég verið tengdur ÍR svolítið mikið og þeir voru mjög duglegir að hjálpa mér mínir félagar hjá ÍR. Svo verður bara að segjast eins og er að hér er ofboðslega mikil umferð af fólki. Heilsugæslan, Læknavaktin, Læknasetrið, strætó, pósturinn þannig að það er ofboðslega mikil umferð af fólki. Það er það sem hleypti í mig kjarki að fara af stað, ég hefði ekki opnað annars staðar,“ segir Hólmgeir.Ísak Stefánsson hefur unnið í Fiskbúð Hólmgeirs frá opnun og á búðina í dag.vísir/vilhelmLitlar breytingar á búðinni þrátt fyrir eigendaskipti Fyrir rúmu ári síðan seldi Hólmgeir búðina Ísaki Stefánssyni sem starfað hafði hjá honum frá upphafi. Ákvað Hólmgeir að selja þar sem hann var orðinn heilsulítill og Ísak var tilbúinn að kaupa. Þeir höfðu unnið saman hjá Fiskisögu svo Ísak var líka atvinnulaus þegar Hólmgeir bauð honum að koma að vinna hjá sér í fiskbúðinni í Mjódd. „Maður er kannski bjartsýnn að eðlisfari og ég var alveg tilbúinn til að taka þennan séns heldur en einhvern annan. Ég hafði trú á þessu verkefni án þess að hafa hugmynd um hvað við værum að fara út í. Mér leist bara rosalega vel á allan grunninn, til dæmis staðsetninguna og ég vissi að Hólmgeir kann þetta alveg frá a til ö. Þannig að það spilaði inn í, að vita að hann var með þetta alveg á hreinu,“ segir Ísak um upphafið. Hann segir litlar breytingar hafa orðið á versluninni með eigendaskiptunum. Nafnið hafi til dæmis haldist óbreytt; búðin heitir enn Fiskbúð Hólmgeirs þó að eigandinn heiti Ísak. Ísak segir að verslunin sé með mikið af fastakúnnum og fyrir þá skipti máli að það verði ekki miklar breytingar; að gæði vörunnar og þjónustan haldist sú sama. „Ég hef oft grínast með að eina breytingin sem hafi orðið sé að kallinn fór úr stígvélunum og ég fór í þau,“ segir Ísak.„Kæmi mér mjög á óvart ef fiskbúðir myndu lognast út af hjá sjálfri fiskiþjóðinni“ Vinnudagurinn hans er þó eilítið frábrugðinn frá því sem var þegar Hólmgeir opnaði fyrst og nú á búðin meira að segja bíl til að flytja fiskinn. Ísak segir að rekstrarfyrirkomulagið sé breytt að því leyti að hann borgi fyrir flökunina en sé ekki að flaka eins mikið sjálfur líkt og Hólmgeir gerði á sínum tíma. Hans vinnudagur hefjist því ekki um miðja nótt heldur upp úr klukkan sjö sem hentar betur þar sem Ísak er með lítil börn. „Það væri erfitt að vera með fjölskyldu og fyrirtækið og að gera allt sjálfur en í stöðugum rekstri er auðveldara að kaupa þessa þjónustu. Þú gerir það ekki á fyrstu árunum heldur þarftu að gera miklu meira sjálfur,“ segir Ísak.En hvers vegna heldur Ísak að fiskbúðirnar lifi enn, þrátt fyrir tilkomu stórmarkaðanna? „Ég held að þetta sé bara svo rótgróið í okkur Íslendinga. Þetta er alltaf eitthvað sem fylgir okkur, mánudagsfiskurinn og annað, þetta er bara eitthvað sem fólk þekkir, kynslóð eftir kynslóð. Fólk er alið upp við þetta, það er fiskur í byrjun vikunnar og jafnvel þegar nær dregur helgi þá er fólk kannski að kaupa sér eitthvað fínna, laxinn eða lúðuna eða eitthvað slíkt. Svo bara þetta hefðbundna eins og mánudagur og þriðjudagur, þá er fólk að kaupa sér einhverja sósurétti eða eitthvað í soðið, nætursaltað, kinnar, gellur eða annað. Þetta er eitthvað sem ég held að eigi aldrei eftir að hverfa. Það kæmi mér mjög á óvart ef fiskbúðir myndu lognast út af hjá sjálfri fiskiþjóðinni.“Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.vísir/egillÞjóðin enn í lærdómsferli Fiskiþjóðin, já. Hvað ætli hún hafi síðan eiginlega lært af hruninu? Við hættum allavega ekki að borða fisk en hættum við einhverju öðru og er eitthvað sem við lærðum ekki? Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og formaður nefndarinnar sem skrifaði viðauka um siðferði í Rannsóknarskýrslu Alþingis um fall bankanna, segir að spurningin um hvað þjóðin hafi lært sé mjög flókin. Engar rannsóknir séu til um hvort að einhverjir lærdómar hafi verið dregnir og hann sé því með upplýsta ágiskun, eins og hann orðar það. „Ég held að við séum enn í lærdómsferli. Þetta er tiltölulega stuttur tími, það eru tíu ár frá hruni, sem er ekkert mjög langur tími fyrir þjóð að læra og spurningin er þá líka hvernig lærir þjóð. Ég held að þjóð læri ekki nema eitthvað festist í sessi í starfsháttum, stofnunum og menningu og það er bara mjög snemmt að segja til um það,“ segir Vilhjálmur. Þó telji hann að það megi segja um þjóðina að hún geri meiri og ríkari kröfur til þeirra sem fara með völdin, bæði í stjórnmálum og í fjármálakerfinu. „Þetta hefur birst náttúrulega í miklu vantrausti og stundum kannski umfram það sem ástæða er til. En það var líka ef til vill of mikið traust fyrir hrun og fólk sá að það var ekki grundvallað á raunverulegum trúverðugleika. Þannig að það er svona verið í miklu tímabili vantrausts.“ Vilhjálmur segir að almennt megi tala um að það sé meiri árvekni. „Þjóðin bregst mjög hratt við ef eitthvað gerist, til dæmis í stjórnmálum, og ég held að fjölmiðlar sýni meiri árvekni. Þannig að við erum svona meira á tánum gagnvart því sem er að gerast sem endurspeglar þá kröfur sem við gerum til ráðamanna. En svo eru líka undantekningar á því. Stundum furða ég mig á því hvað meðvirknin með slæmri hegðun getur líka verið rík í þessu litla samfélagi.“Erfiðast að sjá lærdóma í stjórnmálunumHvað ætli við höfum þá ekki lært? „Kannski erum við lengst að læra eða það er erfiðast að sjá lærdóma í stjórnmálunum held ég. Það er náttúrulega skiljanlegt að mörgu leyti þar sem stjórnmálin eru vettvangur átaka, hagsmunabaráttu og hernaðarlistar og sérstaklega sú hlið stjórnmálanna sem er sýnileg almenningi, umræðusiðirnir og slíkt virðast oft ekki hafa tekið miklum framförum þó að margoft hafi komið fram að það er ákveðin þreyta gagnvart því,“ segir Vilhjálmur. „Við þurftum að vanda miklu betur undirbúning stefnumótunar og löggjafar. […] Þó að ég hafi ekki séð neina rannsókn sérstaklega á því hvernig þetta hefur skilað sér þá býður mér í grun að það hafi ekki verið nægileg áhersla lögð á þetta á þessum tíu árum sem liðin eru. Þannig að það sé enn tiltölulega veikburða faglegt bakland í stefnumótun og stjórnmálum. Og það er eitthvað sem ég held að við þurfum virkilega að bæta. Sú áhersla sem hefur verið sýnileg svona í lýðræðisumræðu er að það þurfi að færa meira vald til fólksins sem er skiljanlegt þegar traustið á ráðamönnum hrynur eða fer mjög niður. En það hefur kannski minna verið hugað að forsendum og samspili þess við stofnanir fulltrúalýðræðisins sem að ég held að megi gagnrýna.“ Aðspurður segist Vilhjálmur ekki telja að það hafi tekist að endurheimta traust í samfélaginu. Þó sé það lofsamleg viðleitni af hálfu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stofna starfshóp um forsendur traust og vísar hann þar til hóps sem Jón Ólafsson, heimspekingur, leiddi og skilaði af sér skýrslu í byrjun september. „Bara það að skynja vantraust er slæmt bara stjórnmálin. Ég held að stjórnmálamenn þurfi að taka þetta gríðarlega alvarlega og mér sýnist það vera í gangi núna, að huga mjög skipulega að því hvernig hægt er að bæta fagleg vinnubrögð. Áhersla á siðareglur, sem eru þá teknar alvarlega, séu ekki bara eins og eitthvert plagg. Þannig að þeir sem að siðareglunum lúta hugsi það sjálfir hvaða skyldur og ábyrgð þær leggja þeim á herðar. Þannig að mér sýnist þessi hugsun vera að ryðja sér meira til rúms,“ segir Vilhjálmur.Prófsteinninn ekki hvort að eitthvað gerist heldur hvernig brugðist sé við Þegar hrunið er rifjað upp er óhjákvæmilegt að rifja líka upp góðærið sem kom á undan. Meðvirkni þjóðarinnar er vissulega orð sem kemur upp í hugann þegar það er rifjað upp þar sem stjórnendur bankanna voru stórstjörnur sem sættu lítilli gagnrýni, bæði í fjölmiðlum sem og frá stjórnmálamönnum. Auðvelt var að fá lán í bönkunum og það er engum ofsögum sagt að almenningur hafi nýtt sér það, hvort sem var í formi 90 prósent húsnæðislána, gengislána, bílalána eða yfirdráttarlána sem til dæmis voru nýtt til þess að kaupa flatskjái. Aðspurður hvort að þjóðin sé eitthvað minna meðvirk í dag heldur en fyrir hrun segir Vilhjálmur erfitt að svara því. „En þetta er gríðarlega mikilvæg hugsun þegar við erum að ræða mál af þessu tagi, til dæmis þegar við erum að ræða hvort við höfum eitthvað lært af hruninu,“ segir hann og bætir við að prófsteinninn sé sá hvernig við bregðumst við, til dæmis þegar upp kemst að þingmaður hafi farið illa með almannafé varðandi fé. Prófsteinninn sé ekki sá að eitthvað svona geti gerst. „Það munu alltaf gerast einhverjir hlutir bæði í bankakerfinu, á stjórnmálasviðinu og víðar. Prófsteinninn er sá hvernig bregðumst við. Bregðumst við af ábyrgð þannig að það sé tekið á málinu af festu, í samræmi við góða stjórnarhætti og í þágu almannahagsmuna. Eða sýnum við meðvirkni? Það gerist stundum hratt í litlu samfélagi að ef brugðist er við af hörku gagnvart brotum þá fær sá sem var sekur um brotið í upphafi of fljótt samúð. Þá gerum við ekki nægjanlegan greinarmun á persónunni, maður getur auðvitað haft samúð með persónu sem hleypur á sig, og hlutverkinu sem hann gegnir,“ segir Vilhjálmur.„Skrímsli sem var vaxið þeim langt yfir höfuð“ Þegar hann er spurður út í það hvort það sé eitthvað sé eitthvað sem við megum ekki gleyma núna þegar litið er tíu ár til baka nefnir hann stærð eins kerfis, eins og fjármálakerfið. „Ég held að við megum aldrei gleyma því að láta ekki neitt eitt kerfi, sérstaklega svona eins og fjármálakerfið, vaxa og verða svona hlutfallslega stórt í samfélaginu því þá koma líka valdahlutföll og auðvitað varð allur fjármálageirinn allsráðandi í samfélaginu, það var eiginlega sama hvert var litið, menningunni, bara hvarvetna var allt samfélagið gegnsýrt. Enda kom í ljós að stjórnmálamennirnir, jafnvel þó að þeim byði grun hver staðan væri orðin, þá bara þorði enginn. Þetta var orðið svona skrímsli sem var vaxið þeim langt yfir höfuð og þeir gátu ekki hamið á neinn hátt,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Þetta snýst um það að stjórnmálamenn muni það og séu mjög uppteknir af þeirri ríku ábyrgð sem er fólgin í því að vera með fjöregg þjóðarinnar sem eru þessir almannahagsmunir og gefa þá ekki eftir einhverjum sérhagsmunaöflum sem geta keyrt með okkur út á eitthvað blindsker.“ Fréttaskýringar Hrunið Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: Neyðarlögin voru fordæmalaus á heimsvísu en björguðu Íslandi Neyðarlögin sem Alþingi samþykkti 6. október 2008 voru fordæmalaus lagasetning á heimsvísu en með því fékk Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og skipta þeim upp i gamla og nýja banka. Þá fengu innistæður forgang fram yfir aðrar kröfur. 30. september 2018 18:30 Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00 Tíu ár frá hruni: Sér eftir því að hafa treyst bankastarfsmönnum Maður sem tapaði nánast öllu sparifé sínu í hruninu og missti svo íbúðina sína á nauðungarsölu vegna gengisláns segist sjá eftir því að hafa ekki treyst innsæinu heldur bankastarfsmönnum í aðdraganda hrunsins. 4. október 2018 09:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent
„Kraftaverkasagan frá Íslandi,“ „Hvernig hreinsaði Ísland til í bönkunum?“ og „Ísland rís úr öskustónni eftir bankahrunið“ eru dæmi um nokkrar fyrirsagnir erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um uppganginn í efnahagslífinu hér á landi eftir hrun. Viðsnúningurinn er flestum Íslendingum kunnur en það er í raun mjög stutt síðan að áhrif kreppunnar komu fram af fullum þunga, enda tíu ár ekki mjög langur tími í sögu þjóðar. Árið 2009 var til að mynda samdráttur í þjóðarframleiðslunni upp á 6,8 prósent. Árið eftir var samdrátturinn 3,4 prósent en það er stundum notað sem þumalputtaregla að komin sé kreppa í hagkerfinu þegar þjóðarframleiðsla dregst saman tvo ársfjórðunga í röð. Árið 2016 mældist hagvöxtur hins vegar 7,4 prósent og í fyrra var hann fjögur prósent. Atvinnuleysi gefur líka ágæta mynd af því hvernig staðan hefur breyst. Þannig hefur aldrei mælst meira atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar en í febrúar og mars 2010 þegar það var 9,3 prósent. Í júní og júlí í fyrra mældist síðan minnsta atvinnuleysi frá árinu 2007, er það var 1,8 prósent.Neikvæð umræða sem sáði fræjum Þegar velt er upp spurningunni hverju megi þakka uppganginn undanfarin ár kemur ferðaþjónustan strax upp í hugann.Tölur sýna að ör vöxtur greinarinnar eftir hrun á mikinn þátt í viðsnúningnum en þær Sigríður Gunnarsson og Jakobína Guðmundsdóttir, stjórnendur hjá ferðaskrifstofunni Iceland Travel, segja að hrunið hafi haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna og í raun komið Íslandi almennilega á kortið sem ferðamannastað. „Það hafði mjög mikil áhrif. Maður upplifði svolítið eins og allt væri í frjálsu falli. Það var sérstakt álag á fjármálastjóra og gengið hrundi og viðskiptavinirnir héldu að hér væri allt mjög ódýrt. Við fengum mjög neikvæða umfjöllun og kannski það sem stendur upp úr er að allt markaðsstarf tvöfaldaðist í kostnaði og jafnvel margfaldaðist,“ segir Sigríður sem líkt og Jakobína hefur starfað í ferðaþjónustu í fjöldamörg ár. Jakobína segir að í kjölfar hrunsins hafi viðskiptavinir Iceland Travel mikið spurt út í það sem og efnahagsástandið almennt og þar af leiðandi minna út í hvað væri hægt að gera og sjá á Íslandi. „Við vorum allt í einu orðin þekkt fyrir þetta. Við vorum algjörlega óþekkt fram að því og svo fáum við þessa kynningu sem er mjög neikvæð. Ég held að hún hafi samt skapað forvitni. Hún er neikvæð en það koma samt þarna einhver fræ. Ísland er allt í einu komið á kortið,“ segir Sigríður.Gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði ekki bara mikil áhrif hér heima heldur einnig um allan heim.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR„I hate Iceland“ Jakobína segir að Iceland Travel hafi dregið svolítið úr markaðsstarfi eftir hrunið vegna falls krónunnar. Hins vegar var líka mikilvægt að halda dampi þótt dregið væri úr. Það hafi eftir á að hyggja verið mjög skynsamlegt að sögn Sigríðar. „Það var dýrt, svakalega dýrt, út af genginu. Síðan þegar gosið verður þá erum við kannski betur undirbúin markaðslega. Við þurftum svolítið að verja okkur eftir hrunið og í hruninu því orðspor okkar var ekki gott. Við fundum alveg fyrir því og vorum svolítið eins og með skottið á milli lappanna.“ Gosið sem Sigríður minnist á er auðvitað eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Það vakti heimsathygli enda setti það flugsamgöngur úr skorðum um víða veröld svo flugfarþegar hugsuðu mishlýlega til Íslands.„Hér fór í raun og veru allt á hliðina“ Jakobína segir að viðskiptin hafi minnkað töluvert í gosinu. „Sumir markaðir eru viðkvæmari en aðrir fyrir náttúruhamförum og hætta við ef það er einhver ógn. Þannig að við fengum töluvert af afbókunum.“ Sigríður segir að ástandið sem skapaðist við eldgosið hafi verið sérstaklega erfitt. „Það stoppuðu flugin og hér fór í raun og veru allt á hliðina. Starfsfólkið var í því að reyna að bjarga hlutum, afpanta, farþegarnir komust ekki til landsins, þeir komust ekki úr landinu. Það þurfti að flytja mjög marga ferðamenn til Akureyrar því Icelandair gerðu allt til þess að halda fluginu gangandi og það var verið að gera flugvélarnar út frá Akureyri. Akureyrarflugvöllur varð allt í einu alþjóðaflugvöllur með stórum stöfum.“Ekki búin undir vöxtinn Þriggja prósenta samdráttur varð í ferðaþjónustu árið 2010 en fjöldinn hafði haldist nokkuð stöðugur fyrst eftir hrun. Ferðamönnum fjölgaði svo árið 2011 þegar þeir voru um 550 þúsund. Síðan þá hefur fjölgunin verið gríðarleg og fór fjöldinn í fyrsta sinn yfir tvær milljónir á síðasta ári. Jakobína og Sigríður segja að greinin hafi í raun ekki verið tilbúinn fyrir þennan ótrúlega mikla vöxt og hið opinbera ekki heldur. „Þegar við lendum í gosinu þá er greinin rétt að slíta barnsskónum ef hún er þá að slíta barnsskónum. Þetta er svo ung grein. Það að fara í þennan mikla vöxt þá held ég að greinin hafi ekki verið undirbúin undir það sem slíkt,“ segir Sigríður. Jakobína tekur undir það. „Ég held að við höfum ekki verið undirbúin. Það getur svo sem enginn séð svona fyrirfram en það var farið í markvissa markaðsherferð, bæði fyrirtæki í ferðaþjónustu og Íslandsstofa með Inspired by Iceland og flugfélögin. Allt hjálpaði þetta til.“ Þær nefna uppbyggingu innviða sem dæmi um það hvernig hið opinbera hafi ekki verið tilbúið í það að taka á móti þeim mikla fjölda erlendra ferðamanna sem hingað hefur komið undanfarin ár. Vegakerfið sé gott dæmi þar sem má til dæmis enn finna einbreiðar brýr á þjóðvegi 1.Sigríður Gunnarsdóttir, sölu-og markaðsstjóri fyrir Evrópumarkað hjá Iceland Travel, og Jakobína Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri fyrir Bandaríkjamarkað, Ástralíu, Asíu og Bretland hjá Iceland Travel.vísir/vilhelmÍsland ekki uppselt Jakobína nefnir einnig að huga þurfi betur að stýringu vegna fjölgunar ferðamanna. Þegar fjölgunin sé svona hröð fari af stað umtala um að Ísland sé uppbókað, hér sé massatúrismi og annað í þá átt. „Það er álag á ákveðnum stöðum en þeir sem eru duglegir að ferðast um Ísland, þeir sjá það að við erum ekki uppbókuð og við erum ekki uppseld. Hér er alveg klárlega hægt að stýra ferðamönnum betur og dreifa betur um allt land. Það eru landshlutar sem geta tekið á móti mun fleiri ferðamönnum. Það eru þrjú vörumerki sem standa upp úr, Bláa lónið, Gullni hringurinn og Jökulsárlón. Þeir sem fara á þessa staði sjá náttúrulega fjölda ferðamanna en ef við tölum um massatúrisma þarf ekki annað en að fara til Evrópu og standa fyrir utan Eiffel-turninn eða Pisa-turninn í Evrópu og þá sjáum við hvað er massatúrismi,“ segir Jakobína. Sigríður nefnir í þessu samhengi neikvæða umræða um Ísland sem ferðamannastað úti í Evrópu. „Síðan kemur þessi ofboðslega neikvæða umræða, hún getur að hluta til verið heimatilbúin, Íslendingar tala oft ekki mjög vel um ferðaþjónustuna, en umræðan úti í Evrópu að hér sé bara jafnvel ekki spennandi að koma, að hér sé allt krökkt af ferðafólki og ofan á það kannski að hér sé orðið dýrt. Okkur finnst þetta vera frekar ósanngjörn umræða en infrastrúktúrinn að einhverju leyti er ástæðan fyrir því að menn upplifa að það sé massatúrismi. Maður veltir fyrir sér, þúsund manns á Gullfoss og Geysi, hver er mælikvarðinn á að það sé mikið eða lítið? Auðvitað tekur örmjór göngustígur á móti 200 manns. Í kringum þessa ferðamannastaði þarf að vera möguleiki á að taka á móti svona mörgum.“Ákváðu að hvíla Ísland vegna mikilla verðhækkana Varðandi framtíðarhorfurnar í ferðaþjónustu segjast þær nú finna fyrir samdrætti. Þar hafi áhrif hvað Ísland sé dýr áfangastaður og nefnir Jakobína í því samhengi að skattar og álögur hafi hækkað á greinina, til að mynda gistináttaskattur og svo þegar greinin fór inn í virðisaukaskattskerfið. „Á milli áranna 2017 og 2018 þá vorum við að hækka verðlag til okkar viðskiptavina á milli 20 og 35 prósent. Þetta eru gríðarlegar hækkanir og það voru stórir ferðaheildsalar erlendis sem sögðu við okkur „Já, allt í lagi að hækka um þrjú prósent það er bara normal, að hækka um sex prósent þá eru þið komin dálítið hátt, þá eru komin sársaukamörk og þá þurfum við að endurskoða hvað við ætlum að gera varðandi að selja Ísland.“ En við vorum að presentara allt að 35 prósent hækkun og þá voru margir viðskiptavinir sem ákváðu að hvíla Ísland.“ Þá segir Jakobína að það þurfi einnig að huga að því að með fjölgun ferðamanna hafi erlendum rútum, erlendum bílstjórum og erlendum leiðsögumönnum fjölgað einnig. „Eru þessir aðilar að borga sömu skatta og gjöld og við ? Sitjum við við sama borð? Við höfum upplifað það hér á okkar skrifstofu að tapa viðskiptum af því að erlendur aðili kemur og undirbýður okkar verð. Þá er kannski ekki verið að greiða leiðsögumannalaun samkvæmt taxta á Íslandi. Þetta svíður og þetta er sárt og okkur finnst að það þurfi að herða eftirlitið. Hér þarf að vera gríðarlega öflugt eftirlit með því hverjir eru að starfa löglega og hverjir ólöglega.“Ferðamenn dást hér að Strokki á hverasvæðinu við Geysi sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.vísir/vilhelmAllt í lagi þó það hægist aðeins á vextinum Þrátt fyrir samdráttinn í greininni eru þær bjartsýnar. „Ég held að þessi slaki sem er að koma núna, ég held að hann sé kannski bara góður fyrir okkur. Við erum aðeins að ná vopnum okkar aftur,“ segir Jakobína og bætir við að einn af þeim kostum sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna er að Ísland er orðið vinsæll áfangastaður yfir vetrartímann. Það hafi ekki verið áður og því hafi bransinn verið sveiflukenndur. Aðspurðar hvort að þessi mikli vöxtur hafi verið bóla eða hvort að jafnvægi náist í greininni segir Sigríður óskastöðuna vera heilbrigðan vöxt. „En hvað er heilbrigður vöxtur? Ef að við höldum rétt á spilunum þá er maður bara mjög bjartsýnn. Það þarf eitthvað að hugsa verðin, þau eru of há, fyrir þennan ferðamann sem skiptir okkur verulegu máli og skilar okkur peningum.“ Jakobína tekur undir þetta. „Ég vil ekki meina að þetta hafi verið bóla heldur gríðarlega ör vöxtur og nú er þessi hraði vöxtur aðeins að hjaðna. Ég segi eins og Sirrý að það er bara best ef við erum í eðlilegum vexti. Það er allt í lagi þó að það hægi aðeins á honum. Við þurfum að ná að anda núna og taka aðeins til heima hjá okkur.“Hólmgeir Einarsson í fiskbúðinni sem hann stofnaði árið 2009, Fiskbúð Hólmgeirs sem er í Mjódd.Vísir/vilhelm„Ef illa hefði farið væri ég bara á götunni“ En hrunið skapaði ekki aðeins tækifæri í ferðaþjónustunni. Eins og atvinnuleysistölur á árunum eftir hrun gefa til kynna missti fjöldi fólks vinnuna en atvinnumissir getur vissulega skapað ný tækifæri þó að það sé alltaf erfitt að missa vinnuna. Hólmgeir Einarsson er einn þeirra sem varð atvinnulaus skömmu eftir hrun. Hann hafði starfað hjá fyrirtækinu Fiskisögu sem rak nokkrar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu en í upphafi árs 2009 var honum sagt upp. Þá ákvað hann að láta gamlan draum rætast og opna sjálfur fiskbúð. „Það var öllum sagt upp og þar á meðal mér. Þá var bara staðan þannig hvað maður ætti að gera, það var ekki mikið að hlaupa í árið 2009. Við sláum bara upp fundi ég og konan, þetta hefur alltaf verið smá draumur hjá mér að fara út í eitthvað svona, þetta var kannski ekki heppilegur tími, en sumir segja að þetta sé heppilegasti tíminn. Við áttum ekki neitt en lögðum bara allt undir og ég var rosalega heppinn. Ég fór að hitta bankastjóra Arion banka í Smáranum og hann sagði „Mættu bara á morgun og þá verður þetta klárt.“ Ég bara stóð og sagði „Ókei,“ og þá var ekkert hægt að snúa við,“ segir Hólmgeir og segir útibússtjórann eiginlega hafa tekið ákvörðunina um að hann myndi opna verslunina. „En ég lagði bara heimilið undir svo ef illa hefði farið væri ég bara á götunni.“ Hólmgeir er Breiðhyltingur í húð og hár og í því hverfi vildi hann opna búðina. Engin fiskbúð var í Breiðholti á þessum tíma en það fór svo að Hólmgeir fann hentugt húsnæði í Mjóddinni þar sem áður hafði verið skóbúð. Hann segir að það hafi tekið smá tíma að breyta húsnæðinu en hann opnaði síðan föstudaginn 15. júní 2009. „Það var bara annað hvort að gera þetta, hrökkva eða stökkva. Mér var tekið mjög vel af Breiðhyltingum og öðrum borgarbúum og við eigum reyndar viðskiptavini um allt, Kópavogi, vestur af Nesi og bara alls staðar. Þannig að þetta heppnaðist.“Með átján kílóa lúðu í fjölskyldubílnum Eins og gefur að skilja, líkt og ástandið var í þjóðfélaginu þá, að Hólmgeir gat ekki byrjað stórt í rekstrinum. Þannig var hann til dæmis ekki með sérstakan bíl til að flytja fiskinn heldur notaði einfaldlega fjölskyldubílinn. „Ég man eftir því að þarna 16. eða 17. júní þá fór ég niður á Granda að ná í fiskinn sem ég ætlaði að nota á mánudaginn. Þar á meðal var sautján til átján kílóa lúða. Ég lagði bara sætin niður í Subaru-fjölskyldubílnum og lúðunni var ýtt þar í kassa. Hausinn stóð úti í glugga öðru megin og sporðurinn hinu megin og svona keyrði ég í gegnum miðborg Reykjavíkur til þess að koma lúðunni í búðina,“ segir Hólmgeir og hlær dátt. Hann kveðst hafa notað Subaru-inn í töluverðan tíma til að flytja fiskinn og að stundum hafi verið allt að 200 kíló í bílnum. Aðspurður hvernig venjulegur vinnudagur hafi verið hjá honum þegar hann var að byrja lýsir Hólmgeir honum svona: „Ég fór á fætur á milli þrjú og fjögur á nóttunni, þá fór ég niður á Granda. Þá var ég búinn að versla á markaðnum á netinu deginum áður, maður verslar af bátum sem eru staddir úti á sjó. Fiskurinn kom í land svona fjögur, fimm að morgni. Þá var stokkið til að flaka í Subaru-inn og keyrt hingað upp eftir. Ég var kominn upp eftir svona um klukkan átta. Þá var Ísak, strákur sem var að vinna hjá mér og á búðina nú í dag, þá var hann mættur til að undirbúa. Maður fór þá í að snyrta flökin og gera og græja og maður var kominn heim svona sjö, hálfátta á kvöldin.“Fyrsta árið mjög þungt Hólmgeir lagði mikla vinnu í fiskbúðina sem hefur skilað sér því reksturinn gengur vel í dag. Fyrsta árið hafi verið mjög þungt en svo hafi komið stöðugleiki í reksturinn.En einhverjir myndu örugglega segja að það væri ákveðið glapræði eða klikkun að opna fyrirtæki aðeins nokkrum mánuðum eftir að allt fer á hliðina? „Jú, það voru ansi margir sem sögðu það. Sjálfur var ég skíthræddur en maður varð að gera eitthvað. Það var ekkert mikið um vinnu, fara á atvinnuleysisbætur sem maður lifði ekki af, sem ég var nú ekki tilbúinn að gera. Þannig að við ákváðum að taka þetta stóra skref og við vorum svo ljónheppin að þetta heppnaðist, náttúrulega með ofboðslegri vinnu, og vera með gott fólk í vinnu. Og ná sambandi við kúnnann,“ segir Hólmgeir sem segir þjónustu og gæði vörunnar koma á undan verðinu. „Ég er ekki að segja að þú eigir að vera með verðið í einhverju rugli, en það höfum við verið með sem okkar „issue“ í gegnum tíðina, að vera með þjónustu og gæði.“ Hann gat lítið auglýst nýju búðina þegar hún opnaði. „Nei, ég gat ekkert auglýst. Ég lét gera smá „flyer“ með mynd af mér og eitthvað svona, og hljóp með þetta í hús hérna í Breiðholti. Síðan hef ég verið tengdur ÍR svolítið mikið og þeir voru mjög duglegir að hjálpa mér mínir félagar hjá ÍR. Svo verður bara að segjast eins og er að hér er ofboðslega mikil umferð af fólki. Heilsugæslan, Læknavaktin, Læknasetrið, strætó, pósturinn þannig að það er ofboðslega mikil umferð af fólki. Það er það sem hleypti í mig kjarki að fara af stað, ég hefði ekki opnað annars staðar,“ segir Hólmgeir.Ísak Stefánsson hefur unnið í Fiskbúð Hólmgeirs frá opnun og á búðina í dag.vísir/vilhelmLitlar breytingar á búðinni þrátt fyrir eigendaskipti Fyrir rúmu ári síðan seldi Hólmgeir búðina Ísaki Stefánssyni sem starfað hafði hjá honum frá upphafi. Ákvað Hólmgeir að selja þar sem hann var orðinn heilsulítill og Ísak var tilbúinn að kaupa. Þeir höfðu unnið saman hjá Fiskisögu svo Ísak var líka atvinnulaus þegar Hólmgeir bauð honum að koma að vinna hjá sér í fiskbúðinni í Mjódd. „Maður er kannski bjartsýnn að eðlisfari og ég var alveg tilbúinn til að taka þennan séns heldur en einhvern annan. Ég hafði trú á þessu verkefni án þess að hafa hugmynd um hvað við værum að fara út í. Mér leist bara rosalega vel á allan grunninn, til dæmis staðsetninguna og ég vissi að Hólmgeir kann þetta alveg frá a til ö. Þannig að það spilaði inn í, að vita að hann var með þetta alveg á hreinu,“ segir Ísak um upphafið. Hann segir litlar breytingar hafa orðið á versluninni með eigendaskiptunum. Nafnið hafi til dæmis haldist óbreytt; búðin heitir enn Fiskbúð Hólmgeirs þó að eigandinn heiti Ísak. Ísak segir að verslunin sé með mikið af fastakúnnum og fyrir þá skipti máli að það verði ekki miklar breytingar; að gæði vörunnar og þjónustan haldist sú sama. „Ég hef oft grínast með að eina breytingin sem hafi orðið sé að kallinn fór úr stígvélunum og ég fór í þau,“ segir Ísak.„Kæmi mér mjög á óvart ef fiskbúðir myndu lognast út af hjá sjálfri fiskiþjóðinni“ Vinnudagurinn hans er þó eilítið frábrugðinn frá því sem var þegar Hólmgeir opnaði fyrst og nú á búðin meira að segja bíl til að flytja fiskinn. Ísak segir að rekstrarfyrirkomulagið sé breytt að því leyti að hann borgi fyrir flökunina en sé ekki að flaka eins mikið sjálfur líkt og Hólmgeir gerði á sínum tíma. Hans vinnudagur hefjist því ekki um miðja nótt heldur upp úr klukkan sjö sem hentar betur þar sem Ísak er með lítil börn. „Það væri erfitt að vera með fjölskyldu og fyrirtækið og að gera allt sjálfur en í stöðugum rekstri er auðveldara að kaupa þessa þjónustu. Þú gerir það ekki á fyrstu árunum heldur þarftu að gera miklu meira sjálfur,“ segir Ísak.En hvers vegna heldur Ísak að fiskbúðirnar lifi enn, þrátt fyrir tilkomu stórmarkaðanna? „Ég held að þetta sé bara svo rótgróið í okkur Íslendinga. Þetta er alltaf eitthvað sem fylgir okkur, mánudagsfiskurinn og annað, þetta er bara eitthvað sem fólk þekkir, kynslóð eftir kynslóð. Fólk er alið upp við þetta, það er fiskur í byrjun vikunnar og jafnvel þegar nær dregur helgi þá er fólk kannski að kaupa sér eitthvað fínna, laxinn eða lúðuna eða eitthvað slíkt. Svo bara þetta hefðbundna eins og mánudagur og þriðjudagur, þá er fólk að kaupa sér einhverja sósurétti eða eitthvað í soðið, nætursaltað, kinnar, gellur eða annað. Þetta er eitthvað sem ég held að eigi aldrei eftir að hverfa. Það kæmi mér mjög á óvart ef fiskbúðir myndu lognast út af hjá sjálfri fiskiþjóðinni.“Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.vísir/egillÞjóðin enn í lærdómsferli Fiskiþjóðin, já. Hvað ætli hún hafi síðan eiginlega lært af hruninu? Við hættum allavega ekki að borða fisk en hættum við einhverju öðru og er eitthvað sem við lærðum ekki? Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og formaður nefndarinnar sem skrifaði viðauka um siðferði í Rannsóknarskýrslu Alþingis um fall bankanna, segir að spurningin um hvað þjóðin hafi lært sé mjög flókin. Engar rannsóknir séu til um hvort að einhverjir lærdómar hafi verið dregnir og hann sé því með upplýsta ágiskun, eins og hann orðar það. „Ég held að við séum enn í lærdómsferli. Þetta er tiltölulega stuttur tími, það eru tíu ár frá hruni, sem er ekkert mjög langur tími fyrir þjóð að læra og spurningin er þá líka hvernig lærir þjóð. Ég held að þjóð læri ekki nema eitthvað festist í sessi í starfsháttum, stofnunum og menningu og það er bara mjög snemmt að segja til um það,“ segir Vilhjálmur. Þó telji hann að það megi segja um þjóðina að hún geri meiri og ríkari kröfur til þeirra sem fara með völdin, bæði í stjórnmálum og í fjármálakerfinu. „Þetta hefur birst náttúrulega í miklu vantrausti og stundum kannski umfram það sem ástæða er til. En það var líka ef til vill of mikið traust fyrir hrun og fólk sá að það var ekki grundvallað á raunverulegum trúverðugleika. Þannig að það er svona verið í miklu tímabili vantrausts.“ Vilhjálmur segir að almennt megi tala um að það sé meiri árvekni. „Þjóðin bregst mjög hratt við ef eitthvað gerist, til dæmis í stjórnmálum, og ég held að fjölmiðlar sýni meiri árvekni. Þannig að við erum svona meira á tánum gagnvart því sem er að gerast sem endurspeglar þá kröfur sem við gerum til ráðamanna. En svo eru líka undantekningar á því. Stundum furða ég mig á því hvað meðvirknin með slæmri hegðun getur líka verið rík í þessu litla samfélagi.“Erfiðast að sjá lærdóma í stjórnmálunumHvað ætli við höfum þá ekki lært? „Kannski erum við lengst að læra eða það er erfiðast að sjá lærdóma í stjórnmálunum held ég. Það er náttúrulega skiljanlegt að mörgu leyti þar sem stjórnmálin eru vettvangur átaka, hagsmunabaráttu og hernaðarlistar og sérstaklega sú hlið stjórnmálanna sem er sýnileg almenningi, umræðusiðirnir og slíkt virðast oft ekki hafa tekið miklum framförum þó að margoft hafi komið fram að það er ákveðin þreyta gagnvart því,“ segir Vilhjálmur. „Við þurftum að vanda miklu betur undirbúning stefnumótunar og löggjafar. […] Þó að ég hafi ekki séð neina rannsókn sérstaklega á því hvernig þetta hefur skilað sér þá býður mér í grun að það hafi ekki verið nægileg áhersla lögð á þetta á þessum tíu árum sem liðin eru. Þannig að það sé enn tiltölulega veikburða faglegt bakland í stefnumótun og stjórnmálum. Og það er eitthvað sem ég held að við þurfum virkilega að bæta. Sú áhersla sem hefur verið sýnileg svona í lýðræðisumræðu er að það þurfi að færa meira vald til fólksins sem er skiljanlegt þegar traustið á ráðamönnum hrynur eða fer mjög niður. En það hefur kannski minna verið hugað að forsendum og samspili þess við stofnanir fulltrúalýðræðisins sem að ég held að megi gagnrýna.“ Aðspurður segist Vilhjálmur ekki telja að það hafi tekist að endurheimta traust í samfélaginu. Þó sé það lofsamleg viðleitni af hálfu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að stofna starfshóp um forsendur traust og vísar hann þar til hóps sem Jón Ólafsson, heimspekingur, leiddi og skilaði af sér skýrslu í byrjun september. „Bara það að skynja vantraust er slæmt bara stjórnmálin. Ég held að stjórnmálamenn þurfi að taka þetta gríðarlega alvarlega og mér sýnist það vera í gangi núna, að huga mjög skipulega að því hvernig hægt er að bæta fagleg vinnubrögð. Áhersla á siðareglur, sem eru þá teknar alvarlega, séu ekki bara eins og eitthvert plagg. Þannig að þeir sem að siðareglunum lúta hugsi það sjálfir hvaða skyldur og ábyrgð þær leggja þeim á herðar. Þannig að mér sýnist þessi hugsun vera að ryðja sér meira til rúms,“ segir Vilhjálmur.Prófsteinninn ekki hvort að eitthvað gerist heldur hvernig brugðist sé við Þegar hrunið er rifjað upp er óhjákvæmilegt að rifja líka upp góðærið sem kom á undan. Meðvirkni þjóðarinnar er vissulega orð sem kemur upp í hugann þegar það er rifjað upp þar sem stjórnendur bankanna voru stórstjörnur sem sættu lítilli gagnrýni, bæði í fjölmiðlum sem og frá stjórnmálamönnum. Auðvelt var að fá lán í bönkunum og það er engum ofsögum sagt að almenningur hafi nýtt sér það, hvort sem var í formi 90 prósent húsnæðislána, gengislána, bílalána eða yfirdráttarlána sem til dæmis voru nýtt til þess að kaupa flatskjái. Aðspurður hvort að þjóðin sé eitthvað minna meðvirk í dag heldur en fyrir hrun segir Vilhjálmur erfitt að svara því. „En þetta er gríðarlega mikilvæg hugsun þegar við erum að ræða mál af þessu tagi, til dæmis þegar við erum að ræða hvort við höfum eitthvað lært af hruninu,“ segir hann og bætir við að prófsteinninn sé sá hvernig við bregðumst við, til dæmis þegar upp kemst að þingmaður hafi farið illa með almannafé varðandi fé. Prófsteinninn sé ekki sá að eitthvað svona geti gerst. „Það munu alltaf gerast einhverjir hlutir bæði í bankakerfinu, á stjórnmálasviðinu og víðar. Prófsteinninn er sá hvernig bregðumst við. Bregðumst við af ábyrgð þannig að það sé tekið á málinu af festu, í samræmi við góða stjórnarhætti og í þágu almannahagsmuna. Eða sýnum við meðvirkni? Það gerist stundum hratt í litlu samfélagi að ef brugðist er við af hörku gagnvart brotum þá fær sá sem var sekur um brotið í upphafi of fljótt samúð. Þá gerum við ekki nægjanlegan greinarmun á persónunni, maður getur auðvitað haft samúð með persónu sem hleypur á sig, og hlutverkinu sem hann gegnir,“ segir Vilhjálmur.„Skrímsli sem var vaxið þeim langt yfir höfuð“ Þegar hann er spurður út í það hvort það sé eitthvað sé eitthvað sem við megum ekki gleyma núna þegar litið er tíu ár til baka nefnir hann stærð eins kerfis, eins og fjármálakerfið. „Ég held að við megum aldrei gleyma því að láta ekki neitt eitt kerfi, sérstaklega svona eins og fjármálakerfið, vaxa og verða svona hlutfallslega stórt í samfélaginu því þá koma líka valdahlutföll og auðvitað varð allur fjármálageirinn allsráðandi í samfélaginu, það var eiginlega sama hvert var litið, menningunni, bara hvarvetna var allt samfélagið gegnsýrt. Enda kom í ljós að stjórnmálamennirnir, jafnvel þó að þeim byði grun hver staðan væri orðin, þá bara þorði enginn. Þetta var orðið svona skrímsli sem var vaxið þeim langt yfir höfuð og þeir gátu ekki hamið á neinn hátt,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Þetta snýst um það að stjórnmálamenn muni það og séu mjög uppteknir af þeirri ríku ábyrgð sem er fólgin í því að vera með fjöregg þjóðarinnar sem eru þessir almannahagsmunir og gefa þá ekki eftir einhverjum sérhagsmunaöflum sem geta keyrt með okkur út á eitthvað blindsker.“
Tíu ár frá hruni: Neyðarlögin voru fordæmalaus á heimsvísu en björguðu Íslandi Neyðarlögin sem Alþingi samþykkti 6. október 2008 voru fordæmalaus lagasetning á heimsvísu en með því fékk Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og skipta þeim upp i gamla og nýja banka. Þá fengu innistæður forgang fram yfir aðrar kröfur. 30. september 2018 18:30
Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00
Tíu ár frá hruni: Sér eftir því að hafa treyst bankastarfsmönnum Maður sem tapaði nánast öllu sparifé sínu í hruninu og missti svo íbúðina sína á nauðungarsölu vegna gengisláns segist sjá eftir því að hafa ekki treyst innsæinu heldur bankastarfsmönnum í aðdraganda hrunsins. 4. október 2018 09:45