Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 23:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á ríkisstjórnarfundi fyrr í kvöld. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. „Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
„Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira