Hefði slegið Conor ef hann hefði kallað mig hryðjuverkamann beint í andlitið á mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2018 16:15 Ariel og Ali í Las Vegas. Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Conor McGregor hefur ráðist harkalega að hinum umdeilda umboðsmanni Khabib Nurmagomedov, Ali Abdelaziz, síðustu daga og kallað hann hryðjuverkamann og uppljóstrara. Það gerði hann ekki að ástæðulausu. Abdelaziz, sem er frá Egyptalandi, var uppljóstrari fyrir lögregluna í New York og FBI í upphafi aldarinnar. Hann hafði verið hluti af hinum róttæku samtökum, Muslims of America, en þegar hann var handtekinn fyrir skjalafals samdi lögreglan við hann um að gerast uppljóstrari í samtökunum. Hann þótti standa sig vel og var sendur víða um heim af FBI. Eftir því sem fór að líða á samstarfið urðu samstarfsmenn hans tortryggnir og grunuðu að hann væri í raun og veru að svíkja þá. Abdelaziz var að lokum sendur í lygapróf og hann féll ítrekað í prófinu. FBI varð því sannfært um að hann væri í raun og veru gagnnjósnari. Í kjölfarið var öllu samstarfið slitið og reynt að senda hann úr landi. Það gekk ekki. Hann hefur síðan orðið einn áhrifamesti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum. Er með Khabib, Henry Cejudo fluguvigtarmeistara, Cody Garbrandt, fyrrum bantamvigtarmeistara og fleiri til á sínum snærum. Ali þykir enn fremur mjög kjaftfor og hann hefur til að mynda látið þekktasta MMA-blaðamann heims, Ariel Helwani, heyra það. Það stöðvaði ekki Helwani frá því að taka viðtal við hann í gær. „Þetta er ekkert persónulegt fyrir mig. Þetta snýst ekki um mig heldur Conor og Khabib,“ sagði Abdelaziz sem vildi ólmur gera sem minnst úr árásum Conors en varaði hann þó við. „Mér er alveg sama þó hann hafi kallað mig hryðjuverkamann fyrir framan fjölda öryggisvarða. Alvöru maður hefði þorað að segja svona hluti beint í andlitið á mér. Þá hefði ég líka slegið hann.“ Viðtalið má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15 Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. 4. október 2018 23:15
Sjáðu fyrsta bardaga Conors hjá UFC Það eru aðeins fimm og hálft ár síðan Conor McGregor kom með látum inn í UFC og á þessum tíma hefur hann afrekað ansi mikið. 4. október 2018 15:00
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Conor yngri stal senunni á opnu æfingunni Í nýjasta upphitunarþætti fyrir UFC 229 er víða komið við og meðal annars kíkt á opnu æfinguna fyrir bardagakvöldið stóra. 5. október 2018 11:30
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15