Stormy Daniels í þætti Jimmy Kimmel: „Lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 11:30 Stormy segir að atvikið hafi átt sér stað árið 2006. Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels er að gefa út bókina um þessar mundir. Hún var gestur hjá bandaríska spjallþáttstjórnandanum Jimmy Kimmel í vikunni. „Mér er bara alveg saman og ætla tjá mig,“ segir Daniels í viðtalinu en hún skrifaði undir samning við lögfræðinga Trump á sínum tíma um að hún myndi ekki tjá sig um þeirra samband. Hún lýsir því þegar Trump bauð henni í mat á gólfmóti og til að byrja með hélt Daniels að þau myndu fara út að borða saman á veitingarstað, en Trump vildi að þau myndu hittast inni í herbergi hans. „Ég held að hann hafi í raun ekkert viljað borða með mér frá byrjun, hann vildi fara beint í eftirréttinn,“ segir Stormy en þegar hún mætti inni í hótelherbergi Trump var hann aðeins klæddur í svört silkináttföt. Daniels lét Donald Trump skipta umsvifalaust um klæðnað. „Hann laug að mér, við fengum okkur ekkert að borða og ég var glorhungruð. Hann tók upp eitthvað peningatímarit með sjálfum sér á forsíðunni og ég flengdi hann með því,“ segir Daniels sem sýndi hvernig hún gerði það á Kimmel. Þau voru saman í um þrjár klukkustundir og það sem Stormy Daniels fann inni á baðherbergi Trump kom á óvart. „Hann er mikið fyrir gull og allar hans tannvörur voru úr gulli. Svo kom mér á óvart að hann notar aðeins Old Spice rakspýra,“ segir Daniels en Trump lofaði henni ítrekað að hún myndi fá að taka þátt í raunveruleikaþáttunum The Aprentice. Kimmel spurði því næst hvort þau höfðu notið ásta saman og Stormy fannst orðalag spurningarinnar frekar lélegt. „Ojjjj. Ég lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja og ég veit ekki enn þann dag í dag af hverju ég gerði þetta,“ segir Daniels en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir SNL gerir stólpagrín að storminum í lífi Trump Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live gerði í gær stólpagrín að Donald Trump og þeim vandræðum sem hann hefur lent í að undanförnu. 6. maí 2018 17:26 Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Stormy Daniels handtekin Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. 12. júlí 2018 06:16 Segir að lesendur muni „sleppa sér“ yfir nýrri sjálfsævisögu Stormy Daniels tilkynnti um útgáfu nýrrar sjálfsævisögu sinnar í dag. 12. september 2018 23:26 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Klámstjarnan og athafnakonan Stormy Daniels, sem kveðst hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, veltir því fyrir sér hvort Trump sé hæfur í forsetastólinn – og lýsir getnaðarlim hans í smáatriðum – í nýrri sjálfsævisögu. Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels er að gefa út bókina um þessar mundir. Hún var gestur hjá bandaríska spjallþáttstjórnandanum Jimmy Kimmel í vikunni. „Mér er bara alveg saman og ætla tjá mig,“ segir Daniels í viðtalinu en hún skrifaði undir samning við lögfræðinga Trump á sínum tíma um að hún myndi ekki tjá sig um þeirra samband. Hún lýsir því þegar Trump bauð henni í mat á gólfmóti og til að byrja með hélt Daniels að þau myndu fara út að borða saman á veitingarstað, en Trump vildi að þau myndu hittast inni í herbergi hans. „Ég held að hann hafi í raun ekkert viljað borða með mér frá byrjun, hann vildi fara beint í eftirréttinn,“ segir Stormy en þegar hún mætti inni í hótelherbergi Trump var hann aðeins klæddur í svört silkináttföt. Daniels lét Donald Trump skipta umsvifalaust um klæðnað. „Hann laug að mér, við fengum okkur ekkert að borða og ég var glorhungruð. Hann tók upp eitthvað peningatímarit með sjálfum sér á forsíðunni og ég flengdi hann með því,“ segir Daniels sem sýndi hvernig hún gerði það á Kimmel. Þau voru saman í um þrjár klukkustundir og það sem Stormy Daniels fann inni á baðherbergi Trump kom á óvart. „Hann er mikið fyrir gull og allar hans tannvörur voru úr gulli. Svo kom mér á óvart að hann notar aðeins Old Spice rakspýra,“ segir Daniels en Trump lofaði henni ítrekað að hún myndi fá að taka þátt í raunveruleikaþáttunum The Aprentice. Kimmel spurði því næst hvort þau höfðu notið ásta saman og Stormy fannst orðalag spurningarinnar frekar lélegt. „Ojjjj. Ég lá þarna og bað til guðs að ég myndi deyja og ég veit ekki enn þann dag í dag af hverju ég gerði þetta,“ segir Daniels en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir SNL gerir stólpagrín að storminum í lífi Trump Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live gerði í gær stólpagrín að Donald Trump og þeim vandræðum sem hann hefur lent í að undanförnu. 6. maí 2018 17:26 Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Stormy Daniels handtekin Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. 12. júlí 2018 06:16 Segir að lesendur muni „sleppa sér“ yfir nýrri sjálfsævisögu Stormy Daniels tilkynnti um útgáfu nýrrar sjálfsævisögu sinnar í dag. 12. september 2018 23:26 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Þetta eru drottningar tískuvikunnar í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
SNL gerir stólpagrín að storminum í lífi Trump Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live gerði í gær stólpagrín að Donald Trump og þeim vandræðum sem hann hefur lent í að undanförnu. 6. maí 2018 17:26
Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09
Stormy Daniels handtekin Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti. 12. júlí 2018 06:16
Segir að lesendur muni „sleppa sér“ yfir nýrri sjálfsævisögu Stormy Daniels tilkynnti um útgáfu nýrrar sjálfsævisögu sinnar í dag. 12. september 2018 23:26
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“