Brady náði 500. snertimarkinu í flottum útisigri | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 07:30 Tom Brady var ánægður í nótt. vísir/getty New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark. NFL Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
New England Patriots virðist vera komið á skrið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en það vann annan leikinn í röð í nótt í fimmtudagsleik fimmtu leikviku þegar liðið vann Indianapolis Colts á útivelli, 38-24. New England vann fyrsta leik en tapaði svo tveimur í röð. Eins og svo oft áður voru menn fljótir að afskrifa hinn 41 árs gamla Tom Brady sem hefur ekki verið með jafnlítið af sóknarvopnum í kringum sig í byrjun leiktíðar í langan tíma. En, Julian Edelman var mættur aftur í nótt eftir að taka út fjögurra leikja bann og greip sjö sendingar frá Brady fyrir 57 jördum.Julian Edelman er búinn að taka út bannið.vísir/gettyBrady fór hamförum í nótt en hann kláraði allar níu sendingarnar sínar í fyrstu sókn og setti upp snertimark fyrir Cordarrelle Patterson. Aðeins annar af tveimur gripnum boltum hans í leiknum. Í heildina kláraði Brady 34 af 44 sendingum fyrir 341 jarda og tveimur snertimörkum en hann kastaði boltanum þó tvívegis frá sér. Hann kastaði fyrir sínu 500. snertimarki í leiknum og bjargaði New England í fjórða leikhluta þegar að Colts reyndi endurkomu. Vandræðagemsinn Josh Gordon fór langt með að klára leikinn þegar að hann greip boltann í endamarkinu í fjórða leikhluta á ótrúlegan hátt en hann varð með því 71. leikmaðurinn sem grípur snertimarkssendingu frá Tom Brady. Það er met í NFL-deildinni. Hlauparinn James White fór á kostum sem útherji en hann greip tíu bolta fyrir 77 jördum og snertimarki og nýliðahlauparinn Sony Michel fór 98 jarda og skoraði eitt snertimark.
NFL Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti