Erlent

Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leikkonan Amy Schumer er ein af þeim sem handtekin í var í mótmælunum.
Leikkonan Amy Schumer er ein af þeim sem handtekin í var í mótmælunum. vísir/epa
Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins.

Líklegra er nú talið en áður, að Kavanaugh verði samþykktur eftir allt saman í réttinn, en fimm daga rannsaókn alríkislögreglunnar á ásökunum í hans garð er nú lokið.

Repúblikanar í Öldungardeildinni, sem hafa meirihluta, segja að Kavanaugh hafi verið hreinsaður af áburðinum en Demókratar segja að lögreglunni hafi verið settar of miklar hömlur við rannsókn sína. Búist er við því að kosið verði um málið á laugardaginn kemur.

Á meðal hinna handteknu í nótt var leikkonan Amy Schumer og fyrirsætan Emily Ratajkowski.    


Tengdar fréttir

Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum

Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“.

Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford

Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna.

Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta

Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×