Innlent

Hæstiréttur vildi ekki taka fyrir kröfu Atla Helgasonar um lögmannsréttindi

Hulda Hólmkelsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa
Hæstiréttur hafnaði því að taka fyrir kröfu Atla Helgasonar um að endurheimta lögmannsréttindi.
Hæstiréttur hafnaði því að taka fyrir kröfu Atla Helgasonar um að endurheimta lögmannsréttindi.
Hæstiréttur hafnaði í sumar beiðni Atla Helgasonar um að Hæstiréttur tæki fyrir mál hans um endurheimt lögmannsréttinda. RÚV greinir frá þessu. Landsréttur hafði áður hafnað beiðni Atla um að fella niður sviptingu á málfutningsréttum hans í júní síðastliðnum.

Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi.

RÚV segir að Atli hafi sótt um málskotsleyfi til Hæstaréttar til að hnekkja niðurstöðu Landsréttar í júní. Hæstiréttur hafi synjað honum um það leyfi í júlí með þeim rökum að úrskurður Landsréttar væri ekki kæranlegur.


Tengdar fréttir

Atli Helga fær réttindi á ný

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×