Gisti- og veitingastaðir svindla á starfsfólki Tryggvi Marteinsson skrifar 4. október 2018 16:47 Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun