Skamma Fjarðabyggð fyrir steinristur á Stöðvarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2018 06:15 Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra, Karli Óttari Péturssyni. Mynd/fjarðabyggð Fjarðabyggð fór út fyrir valdmörk sín þegar listamaðurinn Kevin Sudeith fékk leyfi til að gera listaverk í kletta á Stöðvarfirði. Þegar Sudeith óskaði eftir leyfinu benti umhverfisstjóri sveitarfélagsins á að fyrir því þyrfti framkvæmdaleyfi sem meðal annars væri háð samþykki Umhverfisstofnunar (UST). Við meðferð málsins kvað skipulagsstjóri Fjarðabyggðar hins vegar upp úr með að ekkert slíkt leyfi þyrfti. Umhverfisnefndin gerði enga athugasemd við erindið í apríl og fékk Sudeith grænt ljós á listgjörninginn. Eftir bréfaskipti UST og Fjarðabyggðar um málið hefur stofnunin nú undirstrikað í nýju bréfi að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdmörk sín og veitt leyfi sem ekki sé unnt að veita samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er sagt hafa brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Kevin Sudeith sem framið hafi refsiverð brot á náttúruverndarlögum með „áletrunum í náttúrumyndanir“. Algerlega er hafnað þeim rökum Fjarðabyggðar að umræddir klettar séu ekki náttúrumyndanir. „[UST] lítur svo á að skortur á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafi stuðlað að því að umræddur listamaður skrapaði í og málaði á umræddar náttúrumyndanir.“ Þá vill UST að vafaatriði verði framvegis borin undir stofnunina. „Um nauðsyn þess stendur nú varanlegur minnisvarði í klettunum í landi Landa í Stöðvarfirði.“ Ekki náðist í Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Fjarðabyggð fór út fyrir valdmörk sín þegar listamaðurinn Kevin Sudeith fékk leyfi til að gera listaverk í kletta á Stöðvarfirði. Þegar Sudeith óskaði eftir leyfinu benti umhverfisstjóri sveitarfélagsins á að fyrir því þyrfti framkvæmdaleyfi sem meðal annars væri háð samþykki Umhverfisstofnunar (UST). Við meðferð málsins kvað skipulagsstjóri Fjarðabyggðar hins vegar upp úr með að ekkert slíkt leyfi þyrfti. Umhverfisnefndin gerði enga athugasemd við erindið í apríl og fékk Sudeith grænt ljós á listgjörninginn. Eftir bréfaskipti UST og Fjarðabyggðar um málið hefur stofnunin nú undirstrikað í nýju bréfi að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdmörk sín og veitt leyfi sem ekki sé unnt að veita samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er sagt hafa brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Kevin Sudeith sem framið hafi refsiverð brot á náttúruverndarlögum með „áletrunum í náttúrumyndanir“. Algerlega er hafnað þeim rökum Fjarðabyggðar að umræddir klettar séu ekki náttúrumyndanir. „[UST] lítur svo á að skortur á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafi stuðlað að því að umræddur listamaður skrapaði í og málaði á umræddar náttúrumyndanir.“ Þá vill UST að vafaatriði verði framvegis borin undir stofnunina. „Um nauðsyn þess stendur nú varanlegur minnisvarði í klettunum í landi Landa í Stöðvarfirði.“ Ekki náðist í Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir