„Mamma þvoði á mér hárið þangað til ég var 24 ára“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2018 10:30 Eyfi hefur komið víða við á sínum ferli. Í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við tónlistarmanninn Eyjólf Kristjánsson og sagði hann skemmtilegar sögur af ferlinum og hvernig honum tókst að halda sér myndarlegum og hárprúðum fram eftir aldri. Eyfi hefur sungið og spilað fyrir þjóðina í meira en þrjátíu ár, en hann er í dag 57 ára gamall. Hann ætlaði að verða tónlistarmaður alveg frá unglingsaldri. „Fyrsta lagið sem kom mér á kortið sem lagahöfundi var lagið Ég lifi í draumi sem Björgvin Halldórsson söng í Eurovision-undankeppninni hérna heima, í fyrsta sinn sem við tókum þátt og ég held að það lag, sé það lag sem ég held kannski mest upp á því það var stökkpallur fyrir mig inn í þennan bransa.“ Stökkpallurinn lyfti honum ansi hátt og óhætt að segja að Eyfi hafi síðan verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. „Það var pínulítið auðveldara að vera þekktur í þessum bransa þegar ég var að byrja því það var bara ein sjónvarpsstöð og ein útvarpsstöð. Ég hef aldrei litið á mig sem frægan einstakling, frekar bara sem þekktan, þjóðþekktan. Maður er þjóðareign.“ Eyfi er án efa þekktastur fyrir lagið Draumur um Nínu sem hann söng með Stefáni Hilmarssyni á Ítalíu í Eurovision árið 1991.Stebbi og Eyfi á Ítalíu árið 1991.„Þetta er kannski ekki eitt af mínum uppáhalds lögum en ég er mjög stoltur af því og mjög stoltur af flutningi mínum og Stefáns úti á Ítalíu. Ég er ennþá stoltari af því hvað fólk tók laginu vel, þrátt fyrir að laginu gekk ekki mjög vel í keppninni. Það dó í keppninni en lifnaði við einhvernveginn aftur heima.“ Eyfa líður vel í dag og er hamingjusamur. „Það er ofboðslega lítil streita í mér, ég hef aldrei fundið fyrir streitu og veit ekki hvað það er. Maður þarf bara að finna þennan punkt í lífinu og ef þú getur gert það með eiginkonu þinni og fjölskyldu er það það besta í heiminum.“ Eyfi vinnur nú að stórtónleikum í tilefni 30 ára starfsafmæli en tónleikarnir verða tveir og fara báðir fram þann 13. október. Söngvarinn þótti alltaf sætur og hárprúður enda sá móðir hans um það að svo væri.Eyjólfur hvíttar stundum tennur í dag.„Mamma þvoði á mér hárið þangað til ég var 24 ára, það er bara svoleiðis. Ég var mjög hárprúður á þessum árum en ég held að það sé pínulítið henni að kenna hvernig komið er fyrir hárið á mér í dag. Hún notaði einhver amerísk sjampó sem hún keypti út í Ameríku og þetta var svona grænt eins og geislavirku úrgangur á litinn. Þetta setti hún í hausinn á mér og ég held að þetta hafi eyðilagt hársvörðinn á mér.“ Hann segist hafa getað lifað vel á tónlistinni. „Á níunda áratuginum var ég mjög efnaður. Ég var með meiri tekjur en pabbi mig sem var mjög efnaður. En þetta fer upp og niður í sveiflum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Tengdar fréttir Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“ Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október. 18. september 2018 15:30 Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Það var ekkert að gerast þarna, segir Sigga Beinteins um atriði Íslands. 9. maí 2018 10:51 Í fyrsta skipti í 30 ár í fastri vinnu: Bergþór og Albert fóru til Eyfa í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson hefur verið stórt partur af íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur áratugum. 14. mars 2018 10:45 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við tónlistarmanninn Eyjólf Kristjánsson og sagði hann skemmtilegar sögur af ferlinum og hvernig honum tókst að halda sér myndarlegum og hárprúðum fram eftir aldri. Eyfi hefur sungið og spilað fyrir þjóðina í meira en þrjátíu ár, en hann er í dag 57 ára gamall. Hann ætlaði að verða tónlistarmaður alveg frá unglingsaldri. „Fyrsta lagið sem kom mér á kortið sem lagahöfundi var lagið Ég lifi í draumi sem Björgvin Halldórsson söng í Eurovision-undankeppninni hérna heima, í fyrsta sinn sem við tókum þátt og ég held að það lag, sé það lag sem ég held kannski mest upp á því það var stökkpallur fyrir mig inn í þennan bransa.“ Stökkpallurinn lyfti honum ansi hátt og óhætt að segja að Eyfi hafi síðan verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. „Það var pínulítið auðveldara að vera þekktur í þessum bransa þegar ég var að byrja því það var bara ein sjónvarpsstöð og ein útvarpsstöð. Ég hef aldrei litið á mig sem frægan einstakling, frekar bara sem þekktan, þjóðþekktan. Maður er þjóðareign.“ Eyfi er án efa þekktastur fyrir lagið Draumur um Nínu sem hann söng með Stefáni Hilmarssyni á Ítalíu í Eurovision árið 1991.Stebbi og Eyfi á Ítalíu árið 1991.„Þetta er kannski ekki eitt af mínum uppáhalds lögum en ég er mjög stoltur af því og mjög stoltur af flutningi mínum og Stefáns úti á Ítalíu. Ég er ennþá stoltari af því hvað fólk tók laginu vel, þrátt fyrir að laginu gekk ekki mjög vel í keppninni. Það dó í keppninni en lifnaði við einhvernveginn aftur heima.“ Eyfa líður vel í dag og er hamingjusamur. „Það er ofboðslega lítil streita í mér, ég hef aldrei fundið fyrir streitu og veit ekki hvað það er. Maður þarf bara að finna þennan punkt í lífinu og ef þú getur gert það með eiginkonu þinni og fjölskyldu er það það besta í heiminum.“ Eyfi vinnur nú að stórtónleikum í tilefni 30 ára starfsafmæli en tónleikarnir verða tveir og fara báðir fram þann 13. október. Söngvarinn þótti alltaf sætur og hárprúður enda sá móðir hans um það að svo væri.Eyjólfur hvíttar stundum tennur í dag.„Mamma þvoði á mér hárið þangað til ég var 24 ára, það er bara svoleiðis. Ég var mjög hárprúður á þessum árum en ég held að það sé pínulítið henni að kenna hvernig komið er fyrir hárið á mér í dag. Hún notaði einhver amerísk sjampó sem hún keypti út í Ameríku og þetta var svona grænt eins og geislavirku úrgangur á litinn. Þetta setti hún í hausinn á mér og ég held að þetta hafi eyðilagt hársvörðinn á mér.“ Hann segist hafa getað lifað vel á tónlistinni. „Á níunda áratuginum var ég mjög efnaður. Ég var með meiri tekjur en pabbi mig sem var mjög efnaður. En þetta fer upp og niður í sveiflum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Tengdar fréttir Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“ Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október. 18. september 2018 15:30 Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Það var ekkert að gerast þarna, segir Sigga Beinteins um atriði Íslands. 9. maí 2018 10:51 Í fyrsta skipti í 30 ár í fastri vinnu: Bergþór og Albert fóru til Eyfa í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson hefur verið stórt partur af íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur áratugum. 14. mars 2018 10:45 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Eyfi gefur út sitt fyrsta lag í sjö ár: „Gæti ekki lifað án hennar“ Tónlistamaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur undir nafninu Eyfi, mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um tónleika sem hann stendur fyrir í Háskólabíói þann 13. október. 18. september 2018 15:30
Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Það var ekkert að gerast þarna, segir Sigga Beinteins um atriði Íslands. 9. maí 2018 10:51
Í fyrsta skipti í 30 ár í fastri vinnu: Bergþór og Albert fóru til Eyfa í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson hefur verið stórt partur af íslensku tónlistarlífi á undanförnum þremur áratugum. 14. mars 2018 10:45
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“