Katalónar þjarma að Sánchez Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 07:00 Quim Torra hélt stefnuræðu sína þegar katalónska þingið kom saman eftir sumarfrí í gær. vísir/epa Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hélt stefnuræðu á héraðsþinginu í gær þar sem hann krafðist þess að spænski forsætisráðherrann Pedro Sánchez samþykkti að haldin yrði atkvæðagreiðsla í héraðinu um sjálfsákvörðunarrétt þess til að lýsa yfir sjálfstæði. Torra setti Sánchez frest fram í nóvember. Hann sagði að ef Sánchez féllist ekki á kröfuna gætu sjálfstæðissinnar ekki lofað því lengur að styðja ríkisstjórn hans. Tveir katalónskir flokkar aðskilnaðarsinna á spænska þinginu verja Sósíalistaflokk Sánchez vantrausti, Esquerra og PDeCAT. Án þeirra er meirihluti á móti ríkisstjórninni. „Það er nauðsynlegt fyrir Sánchez að skuldbinda sig til þessa. Við höfum verið þolinmóðari í garð ríkisstjórnarinnar en almenningur hefur krafið okkur um. Fólk úr okkar röðum er pólitískir fangar, í útlegð og þúsundir hafa verið sóttar til saka,“ sagði Torra og bætti því við að þolinmæði aðskilnaðarsinna væri senn á þrotum. Ekki eru þó allir Katalónar á sama máli og Torra. Xavier Garcia Albiol, leiðtogi Lýðflokksins (PP) í Katalóníu, kallaði í gær eftir afsögn forsetans. Ástæðuna sagði hann vera mótmæli sem áttu sér stað fyrir utan þinghúsið á mánudagskvöld. Mótmælendur lentu þá í átökum við katalónsku lögregluna. Torra hafði sagt þeim að setja þrýsting á stjórn sína í ræðu sem hann flutti sama dag. Á mánudag var ár liðið frá atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem dró dilk á eftir sér og leiddi meðal annars til þess að spænska þingið var leyst upp og héraðsstjórnin sótt til saka. Þeir Katalónar sem mættu á kjörstað sögðu langflestir já við sjálfstæði en kjörsókn var tæpur helmingur. Albiol sagði að Lýðflokkurinn myndi skriflega fara fram á afsögn Torra í vikunni. Hann kallaði jafnframt eftir því að Sánchez sliti öll samskipti við héraðsstjórnina. Borgaraflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkur Katalóníu, hefur kallað eftir því að siðanefnd þingsins fordæmi „umsátrið“ um þinghúsið. Formaður flokksins á landsvísu, Albert Rivera, sagði svo að Torra hefði kynt undir starfsemi „ofstækismanna“ og kallað eftir því að ráðist væri gegn ríkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira