Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 08:00 Jair Bolsonaro á fjölda stuðningsmanna í Brasilíu. vísir/epa Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira