Tveir Íslendingar munu meta ástandið á hamfarasvæðinu í Indónesíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 19:00 Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn. Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Björgunarstarf á eyjunni Sulawesi gengur hægt eftir náttúruhamfarirnar á föstudag. Tveir Íslendingar eru á leið á svæðið og verður hlutverk þeirra meðal annars að leggja mat á aðstæður. Yfirvöld í Indónesíu segja að á annað þúsund manns séu látnir eftir náttúruhamfarirnar á eyjunni Sulawesi í Indónesíu á föstudag. Jarðskjálftinn sem var 7,5 að stærð átti upptök sín í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Palu sem er inn í firði en og fór flóðbylgja sem fylgdi skjálftanum inn fjörðinn með öldu sem var allt að sex metra há þegar hún skall á ströndinni með gífurlegri eyðileggingu og mannfalli. Ástandið á eyjunni er víða enn mjög slæmt og í héraðinu Dongala hefur lítið heyrst um afdrif fólks en héraðið liggur utar í firðinum. Hörmungarnar hafa dunið yfir á svæðinu en í kjölfar flóðbylgjunnar og jarðskjálftans fóru aurskriður að af stað sem grófu heilu þorpin undir. Lík þrjátíu og fjögurra barna fundust í biblíuskóla sem hafði orðið undir einni skriðunni. Spítalar eru yfirfullir og varlega er áætlað að yfir tvö hundruð þúsund manns þurfi á bráðri neyðaraðstoða að halda. Snemma í morgun lögðu tveir Íslendingar af stað við þriðja mann á vegum NetHope sem eru regnhlífarsamtök 58 af stærstu hjálparsamtökum í heiminum en þeirra hlutverk verður koma fjarskiptatækjum til hjálparstarfsmanna og leggja mat á aðstæður.Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope á ÍslandiVísir/Stöð 2Samhæfingarstjóri hjá NetHope hér á landi segir að fjarskipti eru grunnurinn að því að hægt sé að skipuleggja hjálparstarf og að aðstæður ytra séu mjög erfiðar en nær ekkert rafmagn er á eyjunn. „Stór hluti af því sem að núna hefur verið vandamál er að fá upplýsingar frá þeim héruðum sem eru fyrir norðan Palu. Það nær enginn sambandi við neinn og það er erfitt að komast á milli, „segir Dagbjartur Brynjarsson, samskiptastjóri hjá NetHope hér á landi. Íslendingarnir koma til með að verða á hamfarasvæðinu í tvær vikur en þá koma þeir heim og tveir aðrir sendir út. Tenging er á milli samtakanna og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, sem hefur yfir að ráða hópi, sem sérhæfir sig í fjarskiptum en þeir sem eru sendur út eru að undirlagi þjálfaðir björgunarsveitarmenn.
Hjálparstarf Indónesía Tengdar fréttir Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Stærðarinnar flóðbylgja lenti á ströndum Indónesíu Skömmu áður en flóðbylgjan náði landi hafði flóðbylgjuviðvörun yfirvalda ríkisins verið dregin til baka. 28. september 2018 19:19