Atli Viðar: Stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð Anton Ingi Leifsson skrifar 2. október 2018 20:00 Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Atli Viðar er sáttur með ákvörðunina og er stoltur af ótrúlegum ferli sínum. „Ég held að þetta sé tímapunkturinn til þess að stoppa, allavega í þeirri mynd sem ég þekki,” sagði Atli Viðar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hvenær ákvað hann þetta? „Þetta var í haust að ég labbaði út úr Krikanum á laugardegi eftir æfingu að þá fann ég að þetta var rétt ákvörðun.” Er þetta í fyrsta sinn sem hann hugsar um að hætta? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef hugsað um þetta af alvöru. Ég hef áður hugsað um hvað væri rétt að gera en aldrei fyrr en núna að hætta og stoppa.” Árangur Atla Viðars er ótrúlegur. Hann skoraði rúmlega hundrað mörk fyrir FH í efstu deild, vann ófáa titlana og hann lítur stoltur til baka. „Ég á bara góðar minningar þegar ég horfi til baka. Það eru stundir í þessu sem lifa með manni alla tíð. Það er ekkert annað en gleði þegar ég horfi til baka.” „Maður er í boltanum fyrir árangur. Titlarnir og allt sem þeim fylgdi. FH-félagsskapurinn er einstakur og mér og konunni hefur liðið vel frá fyrsta degi er við komum að norðan.” Hann hefur gengið í gegnum súrt og sætt í Krikanum en ef að hann þyrfti að velja eitt augnablik í FH-treyjunni, hvað myndi hann velja? „Mark sem ég skoraði á móti Keflavík 2008. Við urðum að vinna og þá gerði ég sigurmarkið á síðustu mínútunni. Ef ég á að nefna eitthvað eitt þá kemur þetta upp en það er endalaust,” en getur hann verið eitthvað annað en sáttur? „Ég er mjög sáttur. Mér líður vel með að þetta sé komið fram. Það eru nokkrar vikur síðan ég ákvað þetta en núna er ég búinn að hafa þann tíma til að sannfærast um að þeta sé rétt og mér líður vel með þetta.” Atli Viðar kom til FH 2001 og var því í félaginu í sautján ár. Hann segir að eitthvað hafi breyst en á endanum snúist þetta alltaf um það sama. „Umgjörðin og allt sem kemur að því hefur farið úr litlu sem engu í það sem það er í dag. FH sem félag hefur farið í gegnum ótrúlegar breytingar. Fótboltinn er taktískari en á endanum eru þetta bara fótbolti; tvö mörk og ellefu í hvoru liði," sagði þessi goðsögn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann