Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2018 14:19 Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, ætlar að bjóða sig fram til formanns hjá Sjómannafélagi Íslands. Og vinnur nú í að setja saman lista til framboðs í stjórn. Hún hefur fengið nóg af því sem hún kallar tregðu í samskiptum og almennt upplýsingaleysi í Sjómannafélaginu. Þolinmæðin er á þrotum. Heiðveig María hefur ítrekað kallað eftir upplýsingum um eitt og annað sem snýr að félaginu en er ekki svo mikið sem virt svars. Á vormánuðum sendi hún fyrirspurn, sem hún hefur svo ítrekað með því að áframsenda hana á stjórnarmenn félagsins, trúnaðarráð og starfsmenn félagsins en allt kemur fyrir ekki. Fyrirspurn hennar má sjá hér neðar.Þetta virðist vera hálfgerð mafía? „Ég ætla ekki að leyfa mér að taka svo stórt til orða. En það lítur eiginlega út fyrir það. Ég get ekki sagt annað. Ég fæ engin gögn, engar upplýsingar. Það verður bara að hjóla í þetta. Það verður einhver að gera það,“ segir Heiðveig María hressileg en Vísir ræddi við hana í kaldri golunni á kæjanum úti á Granda. Hún er hvergi bangin við að vaða í vélarnar og talar enga tæpitungu. Hún segir viðbrögð félaga sinna meðal sjómanna vegna fyrirhugaðs framboðs hafa verið afar góð og hafa margir orðið til að lýsa yfir stuðningi. Hún er að fara á sjó á morgun. Hún er á Engey ER 1 sem hún kallar Drottninguna. Eitt þriggja systurskipa sem Grandi gerir út. Hún er háseti og kokkur til skiptis. En, starfar reyndar alla jafna sjálfstætt sem viðskiptalögfræðingur. „En fer einn til tvo túra mánuði,“ segir Heiðveig María. Hún var til sjós um tveggja eða þriggja ára skeið um aldamótin. Fór svo til að sinna ungum börnum sínum en nú, þegar þau eru orðin nógu stór og aðstæður leyfa, fer hún á sjó.Lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað Heiðveig María hefur ýmislegt út á forystu sjómanna að setja. Hún segir almennt lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað, það sé líkt og að ganga á sýrópi að fá upplýsingar og að forystan öll sé ósamstiga.Heiðveig María talar enga tæpitungu og veður í vélarnar. Hún segir mikla óánægju meðal sjómanna með núverandi forystu.visir/vilhelm„Já, það sem mér þótti áberandi í þessu verkfalli síðast, var eins með Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, sem var þá aðili að Sjómannasambandinu, að formaður Sjómannasambandsins vann alltaf á móti þeim, í kjarasamningunum. Og svo var Sjómannafélag Íslands, stakt og eitt og sér með umboð fyrir sína skjólstæðinga. Meðan á verkfallinu stóð varð klofningur í Sjómannasambandinu,“ segir Heiðveig María, þegar SVG dró samningsumboð sitt til baka og heim í hús. Frá Sjómannasambandinu. Og Sjómannafélagið, sem ekki er aðili að Sjómannasambandinu, spilar sóló. Hún veit ekki einu sinni hversu margir eru í Sjómannafélaginu, vegna takmarkaðs aðgengis að upplýsingum. Líklega 6 til 700 manns. Og áður en SVG, sem telur 700 manns, klauf sig úr Sjómannasambandinu voru þar rúmlega 2.100 manns. Heiðveig María segir Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambandsins, illa jarðtengdan, það sýni málflutningur hans í tengslum við myndavélafrumvarpið. Um það séu mjög skiptar skoðanir.Forysta sjómanna smákóngasamfélag Aðallega er það framgangan í síðasta verkfalli og svo þessi þögn og þetta tómlæti sem knýr Heiðveigu Maríu til að fara gegn sitjandi stjórn.Ólíklegt verður að teljast að Jónas Garðarsson láti af völdum þegjandi og hljóðalaust.visir/valli„Já, þessi þögn, ég hef ekki fengið neinar upplýsingar þó ég hafi beinlínis öskrað á þá, er óafsakanleg framkoma. Það vantar samstöðu og samtal í stéttina, þar eru stakir póstar, ósamstiga. Sem er staðreynd. Þarf ekki annað en skoða verkfallssöguna. Þetta er smákóngasamfélag þar sem allir vilja ota sínum tota, hafa völd í einhverjum sem ekkert er. Hvað eru þeir þá að gera?“ Aðalfundur í Sjómannafélaginu er jafnan haldinn milli jóla og nýárs. En, kosið er frá lokum nóvembermánaðar til 10. janúar. Þannig að nú stefnir í að hiti verði í kolum í Sjómannafélaginu. Ólíklegt verður að heita að Jónas Garðarsson formaður láti af völdum þegjandi og hljóðalaust. Eftir því sem Heiðveig María kemst næst hefur aldrei verið tekist á um forystuna í kosningum heldur hefur trúnaðarmannaráð yfirleitt gengið frá lista þeirra sem eru í framboði sem svo hefur verið samþykkt þegjandi og hljóðalaust. Kjaramál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, ætlar að bjóða sig fram til formanns hjá Sjómannafélagi Íslands. Og vinnur nú í að setja saman lista til framboðs í stjórn. Hún hefur fengið nóg af því sem hún kallar tregðu í samskiptum og almennt upplýsingaleysi í Sjómannafélaginu. Þolinmæðin er á þrotum. Heiðveig María hefur ítrekað kallað eftir upplýsingum um eitt og annað sem snýr að félaginu en er ekki svo mikið sem virt svars. Á vormánuðum sendi hún fyrirspurn, sem hún hefur svo ítrekað með því að áframsenda hana á stjórnarmenn félagsins, trúnaðarráð og starfsmenn félagsins en allt kemur fyrir ekki. Fyrirspurn hennar má sjá hér neðar.Þetta virðist vera hálfgerð mafía? „Ég ætla ekki að leyfa mér að taka svo stórt til orða. En það lítur eiginlega út fyrir það. Ég get ekki sagt annað. Ég fæ engin gögn, engar upplýsingar. Það verður bara að hjóla í þetta. Það verður einhver að gera það,“ segir Heiðveig María hressileg en Vísir ræddi við hana í kaldri golunni á kæjanum úti á Granda. Hún er hvergi bangin við að vaða í vélarnar og talar enga tæpitungu. Hún segir viðbrögð félaga sinna meðal sjómanna vegna fyrirhugaðs framboðs hafa verið afar góð og hafa margir orðið til að lýsa yfir stuðningi. Hún er að fara á sjó á morgun. Hún er á Engey ER 1 sem hún kallar Drottninguna. Eitt þriggja systurskipa sem Grandi gerir út. Hún er háseti og kokkur til skiptis. En, starfar reyndar alla jafna sjálfstætt sem viðskiptalögfræðingur. „En fer einn til tvo túra mánuði,“ segir Heiðveig María. Hún var til sjós um tveggja eða þriggja ára skeið um aldamótin. Fór svo til að sinna ungum börnum sínum en nú, þegar þau eru orðin nógu stór og aðstæður leyfa, fer hún á sjó.Lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað Heiðveig María hefur ýmislegt út á forystu sjómanna að setja. Hún segir almennt lýðræðislegt aðgengi afar takmarkað, það sé líkt og að ganga á sýrópi að fá upplýsingar og að forystan öll sé ósamstiga.Heiðveig María talar enga tæpitungu og veður í vélarnar. Hún segir mikla óánægju meðal sjómanna með núverandi forystu.visir/vilhelm„Já, það sem mér þótti áberandi í þessu verkfalli síðast, var eins með Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, sem var þá aðili að Sjómannasambandinu, að formaður Sjómannasambandsins vann alltaf á móti þeim, í kjarasamningunum. Og svo var Sjómannafélag Íslands, stakt og eitt og sér með umboð fyrir sína skjólstæðinga. Meðan á verkfallinu stóð varð klofningur í Sjómannasambandinu,“ segir Heiðveig María, þegar SVG dró samningsumboð sitt til baka og heim í hús. Frá Sjómannasambandinu. Og Sjómannafélagið, sem ekki er aðili að Sjómannasambandinu, spilar sóló. Hún veit ekki einu sinni hversu margir eru í Sjómannafélaginu, vegna takmarkaðs aðgengis að upplýsingum. Líklega 6 til 700 manns. Og áður en SVG, sem telur 700 manns, klauf sig úr Sjómannasambandinu voru þar rúmlega 2.100 manns. Heiðveig María segir Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambandsins, illa jarðtengdan, það sýni málflutningur hans í tengslum við myndavélafrumvarpið. Um það séu mjög skiptar skoðanir.Forysta sjómanna smákóngasamfélag Aðallega er það framgangan í síðasta verkfalli og svo þessi þögn og þetta tómlæti sem knýr Heiðveigu Maríu til að fara gegn sitjandi stjórn.Ólíklegt verður að teljast að Jónas Garðarsson láti af völdum þegjandi og hljóðalaust.visir/valli„Já, þessi þögn, ég hef ekki fengið neinar upplýsingar þó ég hafi beinlínis öskrað á þá, er óafsakanleg framkoma. Það vantar samstöðu og samtal í stéttina, þar eru stakir póstar, ósamstiga. Sem er staðreynd. Þarf ekki annað en skoða verkfallssöguna. Þetta er smákóngasamfélag þar sem allir vilja ota sínum tota, hafa völd í einhverjum sem ekkert er. Hvað eru þeir þá að gera?“ Aðalfundur í Sjómannafélaginu er jafnan haldinn milli jóla og nýárs. En, kosið er frá lokum nóvembermánaðar til 10. janúar. Þannig að nú stefnir í að hiti verði í kolum í Sjómannafélaginu. Ólíklegt verður að heita að Jónas Garðarsson formaður láti af völdum þegjandi og hljóðalaust. Eftir því sem Heiðveig María kemst næst hefur aldrei verið tekist á um forystuna í kosningum heldur hefur trúnaðarmannaráð yfirleitt gengið frá lista þeirra sem eru í framboði sem svo hefur verið samþykkt þegjandi og hljóðalaust.
Kjaramál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira