„Ekkert hægt að gera til að þakka fyrir svona gjöf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2018 10:15 Karl og Kolbrún komust vel frá aðgerðunum. Það er ekki sjálfgefið að fólk sé tilbúið að gefa nýra úr sér en þegar ljóst var að Karl Pétur Jónsson þurfti á nýra að halda voru systur hans fljótar að láta athuga hvor þær væru heppilegir gjafar. Læknarnir völdu Kolbrúnu og í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason systkinin, bæði fyrir og eftir aðgerð. Fyrir fjórum árum fór Karl Pétur í læknisskoðun og þá kom í ljós að hann var með of háan blóðþrýsting, þrátt fyrir að vera í fínu formi. Þegar betur var að gáð reyndust nýrun vera farin að skemmast. „Þetta er ekki sjúkdómur sem veldur þér miklum sársauka eða sýnilegum einkennum. Heldur er þetta eins og það sé settur á þig svona volume takki og smá saman skrúað niður þér,“ segir Karl en fyrir tveimur árum var hann byrjaður að finna fyrir því að orkan var orðin ansi lítil. „Eins og staðan er núna er ég kominn niður í svona tvo að það er heldur lágt í mér hljóðið. Mitt annað heimili er Landsspítalinn og ég fer þangað fjórum til fimm sinnum í viku í allskonar rannsóknir og blóðskilun þar sem blóðið í mér er hreinsað,“ segir Karl sem er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og í eigin verkefnum. Hann segir að sjúkdómurinn taki mikinn tíma en nauðsynlegt sé fyrir hann að hafa annað fyrir stefni, auk þess sem fjölskyldan megi ekki verða útundan, enda er hann giftur fimm barna faðir. Karl þarf nýtt nýra og þá er gott að eiga góða að.Kolbrún þurfti ekkert að hugsa sig um.„Ég hvíslaði þessu inn í minn nærhóp, fjölskylduna mína, og á núll einni gáfu sig fram tvær manneskjur, systur mínar. Þær ætluðu að gefa mér nýra ef þær gætu. Það er hræðilegt að biðja um svona, alveg ótrúlega erfitt. Það er mjög stutt síðan að ég gat byrjað að tala við systur mína upphátt um þann raunveruleika að hún væri að fara gefa mér þessa ótrúlegu gjöf.“ „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um, það var bara sjálfsagt,“ segir Kolbrún Anna Jónsdóttir, systir Karls. „Það er kannski rúmt ár frá því að ég og systur mín fórum í rannsóknir. Við í raun og veru hentuðum báðar en ég betur að einhverju leyti. Mér datt í raun og veru ekki í hug að spyrja fjölskylduna mína um hvað þeim þætti, þetta er bróðir minn. Þau hafa tekið þessu samt mjög vel.“ Karl segist aldrei geta fullþakkað fyrir þessa gjöf. „Þetta er bara lífgjöf. Kolla er bara svo þægileg og elskuleg manneskja og við höfum alltaf verið svo náin systkini og erum við farin að geta rætt þetta okkar á milli,“ segir Karl sem var með þrjú nýru eftir aðgerðina og voru gömlu nýrun ekki tekin út.Aðgerðin heppnaðist mjög vel.„Ég er ekkert stressaður, þessi aðgerð verður að fara fram ef ég á að halda lífi,“ segir Karl og bætir við að líkurnar á því að aðgerðin heppnist og gangi upp séu um níutíu prósent. Sindri hitti síðan þau systkinin eftir aðgerðina. „Það er mikið búið að gerast á einni viku. Ég fann ekkert fyrir þessu og vaknaði bara með nýtt nýra, sem mér er sagt að sé eitthvað fallegasta nýra á Íslandi,“ sagði Karl viku eftir aðgerð. „Þegar ég vaknaði gátu læknarnir sagt mér að þetta hafi gengið súpervel og allt í fínasta lagi. Fyrsta sólahringinn var það á fullu að hreinsa líkamann. Það var magnað að fylgjast með því, því ég fann strax að mér leið miklu betur.“ „Maður sofnaði og vaknaði einu nýra fátækari. Svo tóku við einn, tveir dagar sem voru ekkert sérstaklega skemmtilegir en maður er fljótu að gleyma því,“ segir Kolbrún og bætir við að hún sé að styrkjast mikið frá degi til dags. „Það er í raun ekkert hægt að gera til að þakka fyrir svona gjöf. Þetta er svo ótrúlega fallegt og svo mikil fórn sem Kolla er að færa.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að fólk sé tilbúið að gefa nýra úr sér en þegar ljóst var að Karl Pétur Jónsson þurfti á nýra að halda voru systur hans fljótar að láta athuga hvor þær væru heppilegir gjafar. Læknarnir völdu Kolbrúnu og í Íslandi í dag hitti Sindri Sindrason systkinin, bæði fyrir og eftir aðgerð. Fyrir fjórum árum fór Karl Pétur í læknisskoðun og þá kom í ljós að hann var með of háan blóðþrýsting, þrátt fyrir að vera í fínu formi. Þegar betur var að gáð reyndust nýrun vera farin að skemmast. „Þetta er ekki sjúkdómur sem veldur þér miklum sársauka eða sýnilegum einkennum. Heldur er þetta eins og það sé settur á þig svona volume takki og smá saman skrúað niður þér,“ segir Karl en fyrir tveimur árum var hann byrjaður að finna fyrir því að orkan var orðin ansi lítil. „Eins og staðan er núna er ég kominn niður í svona tvo að það er heldur lágt í mér hljóðið. Mitt annað heimili er Landsspítalinn og ég fer þangað fjórum til fimm sinnum í viku í allskonar rannsóknir og blóðskilun þar sem blóðið í mér er hreinsað,“ segir Karl sem er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og í eigin verkefnum. Hann segir að sjúkdómurinn taki mikinn tíma en nauðsynlegt sé fyrir hann að hafa annað fyrir stefni, auk þess sem fjölskyldan megi ekki verða útundan, enda er hann giftur fimm barna faðir. Karl þarf nýtt nýra og þá er gott að eiga góða að.Kolbrún þurfti ekkert að hugsa sig um.„Ég hvíslaði þessu inn í minn nærhóp, fjölskylduna mína, og á núll einni gáfu sig fram tvær manneskjur, systur mínar. Þær ætluðu að gefa mér nýra ef þær gætu. Það er hræðilegt að biðja um svona, alveg ótrúlega erfitt. Það er mjög stutt síðan að ég gat byrjað að tala við systur mína upphátt um þann raunveruleika að hún væri að fara gefa mér þessa ótrúlegu gjöf.“ „Ég þurfti ekkert að hugsa mig um, það var bara sjálfsagt,“ segir Kolbrún Anna Jónsdóttir, systir Karls. „Það er kannski rúmt ár frá því að ég og systur mín fórum í rannsóknir. Við í raun og veru hentuðum báðar en ég betur að einhverju leyti. Mér datt í raun og veru ekki í hug að spyrja fjölskylduna mína um hvað þeim þætti, þetta er bróðir minn. Þau hafa tekið þessu samt mjög vel.“ Karl segist aldrei geta fullþakkað fyrir þessa gjöf. „Þetta er bara lífgjöf. Kolla er bara svo þægileg og elskuleg manneskja og við höfum alltaf verið svo náin systkini og erum við farin að geta rætt þetta okkar á milli,“ segir Karl sem var með þrjú nýru eftir aðgerðina og voru gömlu nýrun ekki tekin út.Aðgerðin heppnaðist mjög vel.„Ég er ekkert stressaður, þessi aðgerð verður að fara fram ef ég á að halda lífi,“ segir Karl og bætir við að líkurnar á því að aðgerðin heppnist og gangi upp séu um níutíu prósent. Sindri hitti síðan þau systkinin eftir aðgerðina. „Það er mikið búið að gerast á einni viku. Ég fann ekkert fyrir þessu og vaknaði bara með nýtt nýra, sem mér er sagt að sé eitthvað fallegasta nýra á Íslandi,“ sagði Karl viku eftir aðgerð. „Þegar ég vaknaði gátu læknarnir sagt mér að þetta hafi gengið súpervel og allt í fínasta lagi. Fyrsta sólahringinn var það á fullu að hreinsa líkamann. Það var magnað að fylgjast með því, því ég fann strax að mér leið miklu betur.“ „Maður sofnaði og vaknaði einu nýra fátækari. Svo tóku við einn, tveir dagar sem voru ekkert sérstaklega skemmtilegir en maður er fljótu að gleyma því,“ segir Kolbrún og bætir við að hún sé að styrkjast mikið frá degi til dags. „Það er í raun ekkert hægt að gera til að þakka fyrir svona gjöf. Þetta er svo ótrúlega fallegt og svo mikil fórn sem Kolla er að færa.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“