Endurkomusigur hjá Íslandsvininum Mahomes í Denver Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 07:30 Patrick Mahomes fór úr blokk í Mosó í að verða stórstjarna í NFL. vísir/getty Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur. NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira
Kansas City Chiefs er enn ósigrað í NFL-deildinni í amerískum fótbolta en liðið hafði betur gegn Denver Broncos, 27-23, í mánudagsleiknum í nótt sem markaði lok fjórðu leikviku.Íslandsvinurinn Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, fór enn einu sinni á kostum en þó lítið sé búið af deildinni er þessi 23 ára gamli leikmaður líklegur að sumra mati til að verða valinn sá besti í ár. Hann og Kansas-liðið fóru rólega af stað en hann átti frekar erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Denver var í fínni stöðu fyrir síðasta leikhlutann en það leiddi með sjö stigum, 20-13, eftir þrjá leikhluta. Þá fór Mahomes almennilega af stað og keyrði sitt lið til glæsilegs endurkomusigurs, 27-23, með því að skora tvö snertimörk í síðasta leikhlutanum. Geggjaður endir hjá geggjuðum leikmanni. Mahomes endaði á því að kasta 304 jarda en hann kláraði 28 sendingar af 45 og kastaði fyrir einu snertimarki. Hann skoraði svo eitt sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í endamarkið. Eftir fjóra fyrstu leikina sem byrjunarliðsmaður í NFL-deildinni á Mahomes enn þá eftir að kasta boltanum frá sér en hann er búinn að kasta fyrir fjórtan snertimörkum án þess að missa boltann. Kansas er eina ósigra liðið í AFC-deildinni en leikurinn í nótt var innan vesturriðilsins þar sem að LA Chargers og Oakland Raiders eru einnig. Chiefs og LA Rams eru einu ósigruðu liðin í NFL-deildinni eftir fjórar leikvikur.
NFL Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Sjá meira