Læknabekkirnir óvirkir meðan slysið er rannsakað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 13:02 Frá Læknavaktinni á Háaleitisbraut. vísir/vilhelm Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Rafknúnir læknabekkir á Læknavaktinni á Háaleitisbraut verða óvirkir á meðan gengið er úr skugga um að öryggiskröfum þeirra sé fullnægt. Þetta segir Gunnar Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Tveggja ára stúlka festi höfuð sitt í rafknúnum bekk í gær þegar hún var ásamt foreldrum sínum og tveimur börnum til viðbótar í skoðun á Læknavaktinni.Albert Símonarson greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/SamsettFaðirinn, Albert Símonarson, lýsti því í viðtali við Vísi í gær hvernig slysið hefði orðið. Hann hefði óttast um líf dóttur sinnar sem var orðin rauðblá í framan sökum þrýstings og súrefnisskorts þegar armar bekkjarins byrjuðu að klemmast saman. Læknirinn sagðist ekki kunna á bekkinn sem að lokum var kippt úr sambandi. Þá var hægt að glenna bekkinn í sundur og losa dóttur Alberts. Gunnar Örn segir að bekkirnir hafi verið gerðir óvirkir í kjölfar slyssins. „Þeir verða ekki virkir fyrr en við höfum gengið úr skugga um að öryggiskröfum sé fullnægt í alla staði,“ segir Gunnar Örn. Læknavaktin við Háaleitisbraut sem áður var staðsett á Smáratorgi í Kópavogi.Vísir/VilhelmMálið hafi verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins en þaðan rataði það á borð Lyfjastofnunar. Þá var framleiðandi bekkjanna látinn vita og sömuleiðis rætt við Landlæknisembættið og óskað eftir aðstoð hvernig best sé að bregðast við. „Það eru hundruð svona rafdrifinna bekkja í notkun. Þetta er vakning fyrir alla um umgengni við slíka bekki,“ segir Gunnar Örn. Notast er við hefðbundna læknabekki, sem ekki er hægt að hækka og lækka, á meðan málið er skoðað. Framleiðanda bekkjanna hafi aldrei áður verið tilkynnt um slík atvik. „Þeim er eins og öllum ofboðslega brugðið og eru miður sín.“ Gunnar hefur verið í samskiptum við foreldra stúlkunnar og upplýst þau um gang mála. Málið verði skoðað til hins ítrasta. „Það eru hagsmunir allra. Þetta eru aðstæður sem maður vill ekki að komi fyrir aftur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira