Kóngurinn Ólafur Jóh Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2018 08:30 Ólafur Jóhannesson varð Íslandsmeistari í fimmta sinn. vísir/bára Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Það var glatt á hjalla á Hlíðarenda eftir að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautaði leik Vals og Keflavíkur í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn af. Valsmenn unnu 4-1 og urðu þar með Íslandsmeistarar annað árið í röð, og í 22. sinn alls. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan 1967 sem Valur ver Íslandsmeistaratitilinn. Síðan Ólafur Jóhannesson tók við Val haustið 2014 hefur liðið unnið stóran titil á hverju tímabili. Valsmenn urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en hvorugt tímabilið voru þeir í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra var Valur hins vegar langbesta lið Pepsi-deildarinnar, fékk tólf stigum meira en liðið í 2. sæti (Stjarnan) og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í áratug. Valsmenn endurtóku leikinn í ár. Þeir fóru rólega af stað, voru aðeins með sex stig eftir fyrstu fimm umferðirnar en svo komu sex sigurleikir í röð. Strákarnir hans Ólafs sýndu mikinn stöðugleika í sumar og voru ósigraðir á heimavelli. Þrátt fyrir tap fyrir FH í næstsíðustu umferðinni var Valur í þeirri draumastöðu að þurfa aðeins að vinna sigurlaust lið Keflavíkur í lokaumferðinni til að verða Íslandsmeistarar. Og það gekk eftir. Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir 19 mínútur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitillinn sem Ólafur vinnur á sínum langa og merkilega þjálfaraferli. Eftir fimm ára útlegð frá efstu deild sneri Ólafur aftur til FH fyrir tímabilið 2003. Og þá hófst blómaskeið félagsins. Ólafur stýrði FH í fimm ár. Á þeim tíma urðu FH-ingar þrisvar sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar, lentu tvisvar í 2. sæti í deild og einu sinni í bikar. Ólafur sneri aftur í efstu deild þegar hann tók við Val og tók upp þráðinn frá tíma sínum hjá FH. Á síðustu níu tímabilum Ólafs í efstu deild hefur hann fimm sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Með Íslandsmeistaratitlinum í ár jafnaði Ólafur lærisvein sinn, Heimi Guðjónsson, í fjölda titla. Óli B. Jónsson er sá eini sem hefur unnið fleiri titla (6) en Ólafur frá deildaskiptingu 1955. Miðað við uppganginn á Hlíðarenda og eldmóðinn sem Ólafur virðist búa yfir er margt ólíklegra en hann verði kominn á toppinn yfir sigursælustu þjálfara Íslands áður en langt um líður.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira