Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2018 19:30 Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira