KA og Haukar mætast í 32 liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta en dregið var til 32 liða úrslitanna í dag.
Reyndar var aðeins dregið í fjórar viðureignir og þau lið sem komu ekki upp úr pottinum sátu hjá ásamt bikarmeisturum ÍBV og silfurliði Selfyssinga.
Fram og Akureyri mætast einnig í fyrstu umferðinni en þau spiluðu mikinn spennuleik í Framhúsinu í Safamýri um síðustu helgi þar sem að Fram vann eins marks sigur.
Hjá konunum er aðeins einn Olís-deildarslagur í 16 liða úrslitum þar sem að HK mætir Haukum en Íslands- og bikarmeistarar Fram sitja hjá. Dregið var í sjö viðureignir.
Leikirnir fara fram 1.-3. nóvember í kvennaflokki en karlarnir spila 7.-8. nóvember.
16 liða úrslit kvenna:
HK - Haukar
Víkingur - ÍBV
Afturelding - KA/Þór
Grótta - Valur
ÍR - FH
Fylkir - Stjarnan
Fjölnir - Selfoss
32 liða úrslit karla:
Grótta - Stjarnan
Hvíti Riddarinn - Víkingur
Fram - Akureyri
KA - Haukar

