„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2018 23:00 Margir hafa blandað sér í umræðu um veikindi Dags B. Eggertsson borgarstjóra, þar á meðal þingmennirnir Helga Vala og Kolbeinn Proppé. Hefur Helga vala gagnrýnt framgang Eyþórs Arnalds í málinu. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“ Braggamálið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Gagnrýni á fjarveru borgarstjóra í umræðunni um Braggamálið letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum að mati þingmanns Vinstri grænna. Miklar umræður hafa skapast vegna gagnrýni fulltrúa í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur á að borgarstjóri hafi ekki verið til svara síðustu daga vegna Braggamálsins svokallaða. Dagur B. Eggertsson greindi frá því í sumar að hann hefði greinst með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingar sem skerðir hreyfigetu og getur lagst á liði og líffæri.Sagt var frá því í föstudag að Dagur hefði ákveðið að fara í nokkra daga veikindaleyfi frá störfum sínum sem borgarstjóri eftir að sýkingin tók sig upp að nýju. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði færslu á Facebook fyrr í dag þar sem hún sakaði Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, um að hamast á Degi á meðan hann tekst á við veikindin. „Er ekkert heilagt í pólitísku stríði? Það leikur sér enginn að því að veikjast og þegar um er að ræða eitthvað meira en flensu ætti fólk með vott af sómakennd að taka tillit til þess,“ ritaði Helga Vala. Hún sagði Bragga-málið ekki hverfa og ekki verði neitt stórkostlegt tjón ef ekki verður brugðist við sem allra fyrst. „Heldur verður þetta mál líka í næstu viku eða þarnæstu þegar Dagur hefur náð þeim styrk sem hann þarf. Svei þér Eyþór Arnalds,“ skrifar Helga Vala.Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds á meðan kosningabaráttunni stóð í vor. Vísir/Vilhelm„Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja?“ Eyþór blandar sér í umræðuna við skrif Helgu Völu þar sem hann segist óska Degi góðs bata og að hann hafi gert það ítrekað á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði gagnrýni á meðferða fjármuna engan vegin snúa að veikindum borgarstjóra. „Við gagnrýndum rekstur borgarinnar fyrir kosningar og strax eftir kosningar. Það er ekkert nýtt,“ skrifar Eyþór. Hann sagði jafnframt að Braggamálið hefði vakið athygli langt út fyrir raðir borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hefðu lagt til að utanaðkomandi aðili færi yfir málið en sú tillaga hefði verið felld. „Áttum við sem kjörnir fulltrúar að þegja vegna þess að borgarstjóri er fjarverandi?“ spyr Eyþór að lokum. Helga Vala bendir hins vegar Eyþóri á að gagnrýni hans hefði snúið að fjarveru Dags í umræðunni, sem Eyþór eigi að vita að eigi sér lögmætar og eðlilegar skýringar.Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi og borgarstjóri.VísirVeikindi Ólafs F. nefnd Ljóst er að mikill hiti er í umræðunni um þessi mál og hafa nokkur dæmi verið rakin af veikindum stjórnmálamanna sem var sýnt tillit á meðan baráttu þeirra stóð. Eitt dæmi er þó víða nefnt sem tengist Ólafi F. Magnússyni sem var krafinn læknisvottorðs af borgarfulltrúum þegar hann hugðist snúa aftur í borgarstjórn árið 2008 eftir hafa verið í veikindaleyfi. Ólafur hefur lýst í viðtölum að ráðist hefði verið að honum vegna veikinda sem hann glímdi við.„Letur fólk í að segja frá vanlíðan“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræðuna í kvöld þar sem hann segist óska sér að fólk gæti verið betra við hvort annað, líka þau sem eru ósammála því í pólitík, um leið og hann óskar Degi alls hins besta og vonar að hann nái heilsu. „Við kennum börnunum okkar að segja frá ef þeim líður illa, að byrgja hluti ekki inni. Við viljum samfélag þar sem fólk þarf ekki að pukrast með vanlíðan og veikindi. Við sýnum aðstandendum okkar, fólkinu í kringum okkur og okkur sjálfum skilning ef við þurfum tíma til að jafna okkur, ef við verðum veik. Við tölum um mikilvægi heilsunnar, að við verðum að huga að henni frekar en frama,“ ritar Kolbeinn. Hann segir viðbrögð sumra við veikindum borgarstjóra sýna að þetta risti ansi grunnt og nái alls ekki yfir pólitíska andstæðinga. „Þegar að þeim kemur virðast ansi margir tilbúnir til að segja hluti um veikan mann sem þeim dytti ekki í hug, ekki undir nokkrum kringumstæðum, að segja um einhvern sér nákominn,“ skrifar Kolbeinn sem segir þetta vera ljóta hegðun. „Þetta er ógeðslegt. Þetta letur fólk í að segja frá vanlíðan og veikindum. Þetta kennir börnunum okkar að það sé í lagi að segja viðbjóðslega hluti um andstæðinga okkar, þar sé ekkert heilagt. Og þetta gefur börnum og ungu fólki þau skilaboð að vera ekkert að segja frá vanlíðan sinni, það sé bara aumingjaskapur.“
Braggamálið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira