Keflvíkingar tilkynntu þetta í dag en Eysteinn Húni var aðstoðarþjálfari Guðlaugs Baldurssonar á síðasta ári og framan af þessu sumri.
Eftir að Guðlaugur sagði upp störfum var Eysteini treyst fyrir verkefninu en Keflavík kolféll úr Pepsi-deildinni. Liðið vann ekki leik í deildinni.
Eysteinn fær góðan aðstoðarmann því Milan Stefán Jankovic verður aðstoðarmaður Eysteins en hann hefur verið aðstoðarmaður í Grindavík síðustu ár við góðan orðstír.