Heiðveig María vísar yfirlýsingu Sjómannafélagsins á bug Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2018 17:03 Heiðveig María svarar stjórn Sjómannafélags Íslands, hvar hún sækist eftir formennsku, fullum hálsi. visir/vilhelm Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlar að gefa kost á sér til formanns Sjómannafélags Íslands á næsta aðalfundi þess sem verður haldinn í desember, vísar gagnrýni sem stjórn félagsins hefur sett fram á hana alfarið á bug.Vísir greindi nú síðdegis frá yfirlýsingu sem Sjómannafélag Íslands sendi frá sér í dag þar sem ýmis ummæli Heiðveigar Maríu eru hörmuð og segir þar að hún vegi að æru stjórnarinnar og þeirra sem starfað hafa að hagsmunum félagsins með málflutningi sínum. Engan bilbug er að finna á frambjóðandanum, hún gefur lítið fyrir þessar yfirlýsingar.Segir stjórnina í engu svara gagnrýni sinni „Þeir koma ekki með neinar skýringar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félagið, bendir á að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér í málflutningi mínum og sakar mig um órökstuddar ásakanir á hendur stjórninni. Ekkert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efnislega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn sem ég hef látið fylgja á eftir pistlinum mínum um lagabreytingarnar á síðu félagsins og ekki voru samþykkt á aðalfundi hafi fylgt pistlum mínum,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist telja að eðlilegt hefði verið, á þessu stigi málsins, að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja málflutning sinn ef hann væri rangur. Segist ekki hafa fullyrt um falsanir Þá segir Heiðveig María um þar sem segir í yfirlýsingunni að breytingar á lögum um kjörgengi sem kynntar voru nýlega en voru samþykktar á síðasta aðalfundi, að hún hafi talið að átt hafi verið við fundagerðarbækur: „Ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri undarlegt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fundargerðarbókinni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fundargerðarbókina heldur bara fengið sendar ljósmyndir af henni.Jónas ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs en ljóst er að hann er afar ósáttur við málflutning Heiðveigar Maríu undanfarna daga.Það sem ég hins vegar tel vera falsanir eru aðrar lagabreytingar sem settar hafa verið inn á vef félagsins en hafa ekki verið samþykktar á aðalfundi skv. fundargerðarbókinni. T.d. var 7. grein laganna ekki breytt á aðalfundi skv. fundargerðum er ég hef fengið afhentar en er nú breytt inn á vefnum. Í 7. grein í fundargerðarbókinni segir „Réttindi félagsmanna eru eftirfarandi: a) Tillögu- og atkvæðaréttur á félagsfundum svo og kjörgengi...“ og er þessi grein bökkuð upp með 4. grein sem segir „Sá sem greiðir félagsgjald telst félagsmaður...“. Í 7. grein laganna sem við sjáum inn á vefnum í dag hefur „kjörgengi“ verið þurrkað út úr réttindum félagsmanna, án heimildar aðalfundar!“Telur stjórnina ekki haft hag almennra félaga að leiðarljósi Heiðveig María segir með þessu vilji hún sýna fram á að breytingar sem gerðar voru, þar sem réttur til að bjóða sig fram varð háður þriggja ára samfelldri greiðslu á félagsgjöldum, gildir ekki og hefur aldrei gilt þar sem réttindi félagsmanna samkvæmt lögum félagsins eru kjörgengi og til að vera félagsmaður þurfi að greiða í félagið eins og hún hefur gert. „Þar sem afstaða stjórnarinnar liggur nú fyrir mun ég óska eftir stuðningi félaga til að boða til félagsfundar sem allra fyrst þar sem hægt er að ræða stöðuna innan félagsins - sem er grafalvarleg . Þá vegna þeirra atriða sem ég hef bent á að undanförnu og vegna þess hvernig núverandi yfirstjórn hefur meðal annars breytt lögunum án heimilda. Það er staðreynd. Sem og gripið til annarra aðgerða sjálfum sér til hagsbóta en ekki með hag almennra félagsmanna að leiðarljósi.“ Boðar til félagsfundar Þá segir frambjóðandinn, sem lætur engan bilbug á sér finna, að félagsfundur sé æðsta vald í málefnum félagsins og hún treysti okkur félagsmönnunum fullkomlega til þess að taka afgerandi afstöðu. „Ég mun því óska eftir stuðningi að minnsta kosti 100 félagsmanna til þess að boða til slíks fundar.Af samtölum mínum við sjómenn að undanförnu veit ég sem er að stjórnin endurspeglar ekki almennan vilja félagsmanna.“ Heiðveig María segir að stjórnin sem aðrir félagsmenn verða að hlíta vilja félaganna eins og hann birtist á félagsfundi.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09