Formaður borgarráðs segir stöðu meirihlutans sterka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. október 2018 21:57 Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Staða meirihlutans í borginni er sterk að sögn formanns borgarráðs. Oddviti Sjálfstæðismanna segir bakland borgarstjórnarflokkanna ekki ánægt með samstarfið en á undanförnum árum hlaupi framúrkeyrsla í borginni á milljörðum. Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Aðrir flokkar í meirihluta bæta hins vegar við sig eða halda í horfinu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist, líkt og í síðustu kosningum, stærstur flokka. Formaður borgarráðs og forseti borgarstjórnar fagna niðurstöðunni. „Staða meirihlutans er sterk og það kemur í ljós í þessari könnun að kjósendur eru skynsamir,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. „Við Píratar erum að bæta við okkur tæplega 5% fylgi og ég tel það sýna að fólk kann að meta okkar áherslur,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Eyþór Arnalds er ánægður með góðan árangur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun.Vísir/stöð 2Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er á öðru máli. „Við heyrum í hins vegar fólki í baklandi þessarra flokka. Það er ekki mikil ánægja með þetta samstarf. Við erum langstærsti flokkurinn, við erum næstum því 50% stærri en Samfylkingin þannig að hlutfallslega erum við mjög sátt við það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. Fréttablaðið kannaði einnig hver ætti að axla ábyrgð á framúrkeyrslu við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík. Af þeim sem tóku afstöðu taldi um þriðjungur svarenda að ábyrgðin væri borgarstjóra. Rúmlega fjórðungur taldi ábyrgðina meirihlutans. Minnihlutinn í borgarstjórn gerir alvarlegar athugasemdir við „braggamálið“ svokallaða og fleiri mál eins og framúrkeyrslu hjá Félagsbústöðum og vegna framkvæmda við Mathöllina. Mér finnst þetta vera byrjunin á einhverju miklu miklu dýpra og miklu miklu meira. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið að stinga á einhverju kýli og það bara velli út gröfturinn núna,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. „Já, það er ýmislegt sem er að koma á yfirborðið varðandi borgina og það er margt sem þarf að laga þar,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borginni. Sjálfstæðismenn segja að framúrkeyrslan hlaupi á gríðarlegum fjármunum síðustu átta ár. „Þessi þrjú verk sem hafa verið nefnt voru 800 milljónir, ef við tökum með Orkuveituhúsið og fleiri mál þá eru þetta milljarðar,“ segir Eyþór Arnalds.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Karlar eru líklegri til að setja Braggamálið á reikning borgarstjóra. Konur benda frekar á meirihlutann. Yngstu kjósendurnir ólíklegastir til að benda á Dag B. 16. október 2018 06:00