Lítið eftirlit með lyfjaskilum Sveinn Arnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Ábyrgð á lyfjaskilum er í höndum starfsmanna apóteka. Yfirvöld hafa ekki yfirsýn yfir magn lyfja sem er skilað. Vísir/Stefán Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Lyfjastofnun sem hefur eftirlit með lyfjum sem koma til eyðingar í gegnum apótek, veit ekki hversu miklu magni er fargað og veit ekki hvort öllum lyfjum sem koma til förgunar sé í raun fargað. Landlæknisembættið segir eftirlitið geta verið betra. Lyfjastofnun fór í mikla herferð á síðasta ári til að tryggja að lyf færu í eyðingu í stað þess að þau færu út í náttúruna með skólpi eða þá í hendur einstaklinga á svörtum markaði. Þegar einstaklingur kemur með lyf í apótek er það hins vegar hvergi skráð og því utan ratsjár eftirlitsstofnana. Sá sem vill að lyfinu sé eytt fær ekki staðfestingu um að svo hafi verið gert. Fréttablaðið prufaði að fara með sterkt ávanabindandi lyf í eyðingu. Lyfið hefur róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi verkun. Þegar lyfið var afhent starfsmanni setti hann lyfjaglasið í vasa sinn án þess að skrá það á nokkurn hátt. Lyf sem þetta selst á svörtum markaði og er mikið notað sem læknadóp. Fréttablaðið óskaði svara við því hversu miklu magni væri fargað árlega og hvernig ferlarnir væru í þessu sambandi. „Við erum ekki með tölur um hversu miklu hefur verið skilað inn af lyfjum. Til þess að fá upplýsingar um það þarftu að hafa samband við apótekin og athuga hvort þau eru tilbúin að gefa þessar upplýsingar upp ef þau eiga þær til,“ segir í skriflegu svari Lyfjastofnunar. „Varðandi ferlið frá því að lyfi er skilað þarftu sömuleiðis að hafa samband við apótekin.“ Samkvæmt svörum frá Embætti landlæknis telur það að eftirlit með þessum lyfjaskilum mætti vera meira. Hins vegar er eftirlitið ekki í höndum Landlæknis heldur Lyfjastofnunar. Brynhildur Briem, deildarstjóri á eftirlitssviði Lyfjastofnunar, segir að ábyrgð á lyfjaskilum sé í höndum starfsmanna apótekanna og ábyrgð þeirra sé mikil. „Starfsmönnum er ráðlagt að taka á móti lyfjum í glærum poka og setja þau strax í svokallaðan skilakassa sem er í öllum apótekum en ekki stinga lyfjum í vasann,“ segir Brynhildur. Íslendingar henda miklu magni lyfja ár hvert. Lyfjastofnun kannaði í nóvember árið 2016 hvernig lyfjaeyðingu væri háttað hér á landi. Rúmlega þriðjungur Íslendinga henti lyfjum þá í ruslið, í vaskinn eða sturtaði niður í klósettið. Þannig geta lyf haft skaðleg áhrif á umhverfi sitt.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent