Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 20:03 Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“ H&M Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“
H&M Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira