Versti skatturinn Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. október 2018 09:00 Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni skattheimta hins opinbera. Enda sagði fjármálaráðherra Loðvíks fjórtánda að hún snerist um að „…?plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi“. Á Íslandi er áætlað að gæsaplokk íslenska ríkisins muni nema um 800 milljörðum króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi og eru þá ótaldar aðrar tekjur ríkisins og fjaðraplokk sveitarfélaganna. Fyrir þá upphæð mætti ráða rúmlega 100 þúsund meðal Íslendinga í fulla vinnu í eitt ár. Í þessari hít er einn skattur sem áætlað er að muni skila ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna á næsta ári: Bankaskatturinn, eða sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, sem er 0,376% af skuldum fjármálafyrirtækis umfram 50 milljarða króna. Á yfirborðinu kann það að virðast saklaus skattur enda eru fjölmiðlar duglegir að fjalla um hagnað bankanna, þrátt fyrir þennan skatt. Eins og svo oft er málið fjarri því svo einfalt enda hefur skatturinn raskandi áhrif á viðskipti og fjármálaþjónustu til landsmanna allra og er margfalt hærri en annars staðar á byggðu bóli.Hærri vextir, minni ávöxtun Í fyrsta lagi gerir bankaskatturinn fjármálaþjónustu dýrari vegna þess að bankastarfsemi gengur í einfaldaðri mynd út á að taka lán, t.d. innlán almennings og lána áfram. Með öðrum orðum að miðla sparifé landsmanna á sem hagkvæmastan hátt. Innlán og aðrar skuldir banka má líta á sem aðföng þeirra. Ef lagður er skattur á aðföng verða fyrirtæki yfirleitt að hækka verð eða greiða minna fyrir aðföngin. Á mannamáli þýðir því bankaskatturinn minni ávöxtun á sparifé og hærri vexti til fólks og fyrirtækja. Þannig er einfaldlega eðli skatta. Varla líður sá dagur að ekki heyrist, með réttu, kvartað yfir því að vaxtastig á Íslandi sé of hátt. Vandfundin er leið að því markmiði sem er jafn beinskeytt og lækkun eða afnám bankaskatts.Dregur úr samkeppnishæfni Í öðru lagi eru þeir þættir sem snúa að fjármögnunarumhverfi dragbítur á samkeppnishæfni landsins. Aðgengi að fjármagni er ekki nægilega gott, umhverfið er óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta og það dregur úr vöruþróun fyrirtækja. Stjórnvöld ættu að kappkosta að leita leiða til að bæta það umhverfi og þó að bankaskatturinn sé ekki eina breytan þá hefur hann áhrif á fjármögnunarumhverfið í heild.Neytendur borga Í þriðja lagi skaðar skatturinn samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja – bæði innanlands og gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Innanlands sjá allir dæmi þess þegar leita á að hagstæðasta íbúðaláninu. Lífeyrissjóðir bjóða að jafnaði lægri íbúðalánavexti en bankarnir sem varla er tilviljun. Íslenskir bankar eru ennfremur í samkeppni við erlenda banka t.d. um viðskipti við útflutningsfyrirtæki. Þar að auki eru landamæri innan og milli landa sífellt að mást út í fjármálaheiminum og ný tækni að ryðja sér til rúms. Í þessu umhverfi er skatturinn ekki einungis skaðlegur sjálfum bönkunum heldur einnig neytendum sem njóta verri kjara en ella.Rýrir ríkiseignir Í fjórða lagi beinlínis rýrir bankaskatturinn virði bankanna og þar með ríkiseigna þar sem ríkið á meirihluta bankakerfisins og þeirra fyrirtækja sem greiða bankaskattinn. Bankaskatturinn nam t.d. um 18% af hagnaði Íslandsbanka og Landsbankans eftir skatt árið 2017. Ekki þarf mikla servíettuútreikninga til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að skatturinn rýrir virði bankanna um tugi milljarða króna. Hægt væri að halda lengur áfram með þessa upptalningu, en heildarmyndin er nokkuð skýr. Það má deila um hvaða skattur ber titilinn „versti skatturinn“. Í raun hafa allir skattar einhverjar neikvæðar afleiðingar, þó þeir séu nauðsynlegir, og þessi yfirferð er dæmi um slíkt. En þegar áhrif skattsins eru jafn víðtæk og í tilfelli bankaskattsins kemst hann líklega á pall í keppninni um versta skatt á Íslandi. Svoleiðis skattur skaðar hagsmuni allra landsmanna og hann ber að afnema.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun