Greinendur ráðgjafarfyrirtækisins Capacent telja að „ekkert annað en kraftaverk“ þurfi til þess að afkoma Sýnar í ár verði í samræmi við áætlanir stjórnenda þess. Þeir hafa lækkað verðmat sitt á fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu um 10,5 prósent og meta nú gengi hlutabréfa félagsins á 68,3 krónur á hlut.
Stjórnendur Sýnar gera ráð fyrir að EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði á bilinu 4 til 4,4 milljarðar króna í ár. Til samanburðar var EBITDA Sýnar 1.436 milljónir króna á fyrri hluta ársins en 1.518 milljónir króna sé leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði sem féll einkum til vegna kaupa félagsins á helstu eignum 365 miðla.
Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segjast sérfræðingar ráðgjafarfyrirtækisins ekki ætla að bíða eftir kraftaverki, heldur hafi þeir lækkað rekstrarspá sína fyrir félagið. Gera þeir ráð fyrir að EBITDA Sýnar verði 3.372 milljónir króna í ár eða um 3,6 milljarðar króna sé litið fram hjá einskiptiskostnaði.
Þeir benda þó á að einskiptiskostnaður vegna kaupanna hafi farið stigminnkandi með hverjum ársfjórðungi og útlit sé fyrir að hann verði brátt óverulegur.
Stjórnendur Sýnar hafa sagst reikna með að samlegð af kaupum félagsins á eignum 365 miðla verði um 1,0 til 1,1 milljarður króna og að henni verði náð á næsta ári. Capacent spáir því hins vegar að markmiðið náist ekki fyrr en árið 2020. Þá gerir ráðgjafarfyrirtækið ráð fyrir að takmarki Sýnar um 5 milljarða króna EBITDA verði náð árið 2021 í stað 2020.
Vísir er í eigu Sýnar.
Þarf kraftaverk til að spá Sýnar rætist
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent




Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent