Leggja til breytingar á ráðstöfun tilgreinds séreignarsparnaðar Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 12:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Egill VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Lífeyrissjóðir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
VR krefst þess eins og Starfsgreinasambandið að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þjóðarátak verði gert í húsnæðismálum og að launafólk geti ráðstafað að vild tilgreindri séreign sem nýlega var tekin upp og geti nýtt hana til greiðslu húsnæðislána. Trúnaðarráð VR samþykkti kröfur félagsins fyrir komandi viðræður við Samtök atvinnulífsins mótatkvæðalaust á fundi seinnipartinn í gær og í dag fundar Landssamband verslunarmanna um möguleika á samfloti félaga innan þess með Starfsgreinasambandinu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reiknar með að síðan verði formlega viðræður teknar upp við Starfsgreinasambandið um samflot. Enda séu kröfur þess og VR keimlíkar. Laun hækki með krónutöluhækkunum í þremur skrefum, um 42 þúsund krónur hinn 1. janúar næst komandi, annað eins 1. janúar 2020 og um 41 þúsund krónur 1. janúar 2021. Þannig endi lægstu laun í 425 þúsund krónum eftir þrjú ár. Þá verði gerðar breytingar á ráðstöfun tilgreindrar séreignar sem tekin var upp í fyrra með hækkun á iðgjald í lífeyrissjóð úr 12 í 15,5 prósent. Það rennur nú í tilgreindan séreignarsparnað hjá þeim lífeyrissjóðum sem fólk greiðir almennt í. „En krafan okkar er að okkar félagsmenn geti ráðstafað þessu í frjálsa séreign. Eða þann séreignarsjóð sem það velur. Geti sömuleiðis notað þennan séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán sem og fyrir unga fólkið til að safna fyrir útborgun í íbúð,” segir Ragnar Þór. Þá sé skýr krafa sett fram um lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalánum. „Og húsnæðismálin sem ég myndi segja að væru eitt stærsta málið hjá okkur. Það er þjóðarátak í húsnæðismálum. Við höfum verið að ræða margar hugmyndir til að koma af stað þjóðarátaki með byggingu hið minnsta tólf hundruð íbúða á ári næstu fimmtán til tuttugu árin,” segir formaður VR. Einnig sé sett fram krafa um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir en Starfsgreinasambandið krefst þess að hún verði stytt í 32 stundir. Ekki sé mikill munur á kröfugerðum í megindráttum og því ætti ekkert að hindra breitt samflot nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og VR og jafnvel allra félaganna innan Landssambands verslunarmanna. „Við erum núna að funda hjá Landssambandi verslunarmanna. Erum að kanna hvort við náum ekki að þétta raðirnar þar og fara síðan sameiginlega í viðræður við Starfsgreinasambandið. Þannig að þetta eru mjög spennandi tíma og ég er virkilega bjartsýnn á að við náum breiðri samstöðu sem mun síðan vonandi á endanum skila okkur betri samning,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira