Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 11:15 Orð Tyrklandsforseta benda til þess að reynt hafi verið að fela verksummerki á ræðisskrifstofunni þar sem Khashoggi á að hafa verið myrtur. Vísir/EPA Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30
Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20
Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23