Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2018 10:30 WOW vonast til að ákvörðunin verði til þess að auka hagkvæmni rekstursins. Vísir/Vilhelm Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21
Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00