Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, leiddi sitt lið til sigurs í nótt gegn San Francisco 49ers. Endurkomusigur Packers var heldur betur glæsilegur.
Gestirnir frá San Francisco voru sprækir í leiknum og virtust vera að landa sigrinum er þeir leiddu, 30-23, og lítið eftir. Rodgers var þó ekki búinn að gefast upp.
Hann kastaði snertimarkssendingu á Davante Adams er tæpar tvær mínútur voru eftir. 49ers fór í sókn en leikstjórnandi þeirra, CJ Beathard, kastaði boltanum frá sér er 68 sekúndur voru eftir.
Sá tími dugði Rodgers til þess að koma sínu liði í vallarmarksstöðu og klára leikinn. Mögnuð endurkoma.
Rodgers kastaði boltanum 425 jarda í leiknum og tvisvar fyrir snertimarki. Þrír útherjar Packers gripu boltann fyrir meira en 100 jördum. Davante Adams, Jimmy Graham og Marquez Valdes-Scantling sem enginn vissi hver var fyrir leikinn.
Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins.
Enn einn endurkomusigurinn hjá Rodgers
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
